Apr16

Bókamörkuðum lokið

Höfundur Bryndís Loftsdóttir Categories // Frettir

Bókamörkuðum lokið

Bókamarkaðurinn var haldinn í 5. sinn á Laugardalsvelli dagana 23. febrúar til 11. mars. Barnabókadeildin var stækkuð umtalsvert í ár og hefur aðgengi að barnabókum aldrei verið betra. Þá var úrval bóka gott, skráðar voru söluhreyfingar á um 5.500 titla.

Bókamarkaðurinn flutti svo norður til Akureyrar um páskana. Markaðurinn opnaði á Glerártorgi 22. mars og stóð til 3. apríl. Góð aðsókn var að báðum mörkuðum.

Gert er ráð fyrir að Bókamarkaðurinn opni aftur á Laugardalsvelli föstudaginn 22. febrúar 2019.

Feb15

Tveir nýir heiðursfélagar

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Aðalfundur Félags íslenskra bókaútgefenda var haldinn á Nauthóli 8. febrúar síðast liðinn. Á fundinum var tilkynnt um útnefningu tveggja heiðursfélaga félagsins en þeir eru Sverrir Kristinsson og Björn Eiríksson. Tók Sverrir við viðurkenningunni frá félaginu á fundinum en aðstandendur Björns tóku við henni fyrir hans hönd en hann lést í nýliðnum mánuði.

Sverrir hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra (bókavarðar) Hins íslenska bókmenntafélags í tæplega hálfa öld. Hann stofnaði og rak bókaútgáfuna Lögberg á árunum 1980-1989, sem gaf út stórvirki og dýrgripi af margvíslegu tagi í samstarfi við ýmsa aðila, m.a. Stofnun Árna Magnússonar, Listasafn ASÍ, Þjóðminjasafn Íslands og Hið íslenska biblíufélag. Meðal bókverka Lögbergs má nefna Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar, Skálholt fornleifarannsóknir, ljósprentun Guðbrandsbiblíu, Skarðsbókar og Helgastaðabókar, ásamt ritröð um íslenska myndlist. Meðal þess sem Bókmenntafélagið hefur gefið út á þessu tímabili, sem Sverrir hefur verið framkvæmdastjóri, má nefna Sögu Íslands, Safn til iðnsögu Íslendinga, bækur um arkitektúr og bækur í hinni merku röð Lærdómsrit Bókmenntafélagsins sem nú eru orðin tæplega 100 talsins. Félagið hefur einnig gefið út tímaritið Skírni frá 1827. Sverrir hefur tekið að sér ótal trúnaðar- og félagsstörf. Hann sat í stjórn Félags íslenskra bókaútgefenda í allmörg ár og var fulltrúi útgefenda í stjórn Þýðingarsjóðs um tveggja ára skeið. Hann var formaður stjórnar Þjóðskjalasafns Íslands frá 1985-89 og 1993-1997.  Hann hefur verið ástríðufullur safnari myndlistar og fágætra bóka um langt skeið og aflað sér yfirgripsmikillar þekkingar á því sviði. Þess má geta að á þessu áru eru liðin 50 ár frá því að Sverrir gaf út fyrstu bók sína, Hátíðarljóð 1968, en hún tengdist 50 ára afmæli fullveldis Íslands.

Björn Eiríksson bókaútgefandi sem lengst af var kenndur við Bókaútgáfuna Skjaldborg lést 23. janúar sl. á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Heiðurstilnefningunni hafði Björn sjálfur veitt viðtöku fyrir andlátið en hans var sérstaklega minnst á aðalfundinum. Björn keypti í félagi við aðra bæði prentsmiðju Björns Jónssonar og bókaútgáfuna Skjaldborg á Akureyri árið 1975 og voru fyrirtækin rekin samhliða. Um tíma rak hann einnig Bókaverzlunina Eddu á Akureyri. Björn flutti ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur árið 1986 og starfsemi Skjaldborgar með honum, en þá hafði hann keypt hlut viðskiptafélaga sinna. Björn var umsvifamikill útgefandi á starfsferlinum sem hann sinnti af elju og hugsjón allt til dauðadags. Hann gaf út minnisstæð ritverk og margskonar bækur um þjóðlegan fróðleik. Meðal bóka sem hann gaf út eru Miðilshendur Einars á Einarsstöðum, bókaflokkurinn Aldnir hafa orðið, Göngur og réttir, Samræður við Guð, bækur Mary Higgins Clark, verk eftir David Attenbourgh. Þá gaf hann einnig út fjölmargar barnabækur, svo sem bækurnar um Bert og Depil auk þess sem hann lagði áherslu á útgáfu vandaðra ritverka og fræðibóka fyrir börn. Björn starfaði við bókaútgáfu allt til dauðadags en síðustu bækurnar sem hann gaf út komu út á síðasta ári. Björn sat í stjórn Félags íslenskra bókaútgefenda í yfir 20 ár og lét að sér kveða í ýmsum baráttumálum félagsins.

Á aðalfundinum urðu einnig formannsskipti í félaginu. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, lét af formennsku eftir 5 ára starf en við tók Heiðar Ingi Svansson, framkvæmdastjóri hjá IÐNÚ útgáfu, sem hefur verið varaformaður alla formannstíð Egils Arnar.

Feb14

Nýr formaður kosinn á aðalfundi FÍBÚT

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Aðalfundur Félags íslenskra bókaútgefenda fór fram þann 8. febrúar. Egill Örn Jóhannsson lét þá af stöfum sem formaður félagsins eftir fimm ára setu og voru honum færðar þakkir fyrir störf sín í þágu félagsins á liðnum árum.  Heiðar Ingi Svansson var svo kjörinn nýr formaður en stjórn helst að öðru leiti óbreytt.

Á fundinum var einnig tilkynnt um útnefningu tveggja heiðursfélaga félagsins en þeir eru Sverrir Kristinsson og Björn Eiríksson. Tók Sverrir við viðurkenningunni frá félaginu á fundinum en aðstandendur Björns tóku við henni fyrir hans hönd, en hann lést í janúar.

Jan05

Þróunarsjóður námsgagna

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Umsóknarfrestur 31. janúar 2018

Umsóknarfrestur 31. janúar 2018, kl. 16:00. Hlutverk Þróunarsjóðs námsgagna er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla í því markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla. 

Forgangsatriði Þróunarsjóðs námsgagna fyrir árið 2018 eru þrjú: 

  • námsefni fyrir framhaldsskóla, 
  • námsgögn fyrir innflytjendur vegna tungumálakennslu 
  • forritun fyrir byrjendur

Við úthlutun verður tekið tillit til hvort námsefnið styðji við grunnþætti menntunar og hversu aðgengilegt það verður nemendum.

Stefna sjóðsins er að námsefnið sem styrkt er verði gefið út með rafrænum hætti og gert aðgengilegt á netinu, þegar við á. Stjórn Þróunarsjóðs námsgagna hefur ákveðið að hækka styrkupphæðir sjóðsins og er nú hægt að sækja um styrk að hámarki 2,0 milljónir króna.

Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 31. janúar 2018 kl. 16.00. 

Umsókn skal skilað á rafrænu formi.  Sjá frekari upplýsingar um sjóðinn.

Jan05

Creative Europe

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

menningarstyrkir til samstarfsverkefna 2018

Creative Europe

Athygli er vakin á samstarfsverkefnum Creative Europe á evrópsku ári menningararfs 2018. Umsóknarfrestur rennur út 18. janúar 2018.

Hægt að sækja um allt að tvær milljónir evra til menningarverkefna, ef um sex landa samstarf er að ræða. Athugið að einungis lögaðilar geta sótt um.

Einnig er hægt að tengja verkefni evrópsku ári menningararfs 2018. Markmið þess er að breiða út evrópskan menningararf .

 

Umsóknargögn og leiðbeiningar:

https://eacea.ec.europa.eu/creative-europe/funding/support-european-cooperation-projects-2018_en

Dec20

Lokað vegna útfarar

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Lokað vegna útfarar

Vegna útfarar Arnbjörns Kristinssonar, útgefenda og heiðursfélaga Félags íslenskra bókaútgefenda, verður skrifstofa félagsins lokuð miðvikudaginn 20. desember.

Arnbjörn verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju 20. desember kl. 13.00.

Dec01

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Föstudaginn 1. desember kl. 17:00 var tilkynnt við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum, um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017.

Formenn dómnefndanna þriggja sem valið hafa tilnefningarnar, munu svo koma saman ásamt forsetaskipuðum formanni og velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 verða afhent um mánaðarmótin janúar-febrúar á komandi ári af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk.

Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1989. Þetta því í 29. sinn sem tilnefnt er til verðlaunanna. 

 

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðirita og bóka almenns efnis:

 

Karl Aspelund og Terry Gunnell, ritstjórar

Málarinn og menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858-1874

Útgefandi: Þjóðminjasafn Íslands og Bókaútgáfan Opna

 

Steinunn Kristjánsdóttir

Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldir

Útgefandi: Sögufélag í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands

 

Sumarliði R. Ísleifsson, ritstjóri

Líftaug landsins: Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010

Útgefandi: Skrudda

 

Unnur Þóra Jökulsdóttir

Undur Mývatns: -um fugla, flugur, fiska og fólk

Útgefandi: Mál og menning

 

Vilhelm Vilhelmsson

Sjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld

Útgefandi: Sögufélag

 

Dómnefnd skipuðu:

Hulda Proppé, formaður nefndar, Knútur Hafsteinsson og Þórunn Sigurðardóttir.

 

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki barna- og ungmennabóka:

 

Áslaug Jónsdóttir, Rakel Hemsdal  og Kalle Güettler

Skrímsli í vanda

Útgefandi: Mál og menning

 

Elísa Jóhannsdóttir

Er ekki allt í lagi með þig?

Útgefandi: Vaka-Helgafell

 

Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring

Fuglar

Útgefandi: Angústúra

 

Kristín Helga Gunnarsdóttir

Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels

Útgefandi: Mál og menning

 

Ævar Þór Benediktsson

Þitt eigið ævintýri

Útgefandi: Mál og menning

 

Dómnefnd skipuðu:

Sigurjón Kjartansson, formaður nefndar, Hildigunnur Sverrisdóttir og Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir.

 

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta:

 

Bergþóra Snæbjörnsdóttir

Flórída

Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

 

Jón Kalman Stefánsson

Saga Ástu

Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

 

Kristín Eiríksdóttir

Elín, ýmislegt

Útgefandi: JPV útgáfa

 

Kristín Ómarsdóttir

Kóngulær í sýningargluggum

Útgefandi: JPV útgáfa

 

Ragnar Helgi Ólafsson

Handbók um minni og gleymsku

Útgefandi: Bjartur

 

Dómnefnd skipuðu:

Helga Ferdinandsdóttir, formaður nefndar, Bergsteinn Sigurðsson og Steingrímur Þórðarson.

 

 

 

Nov27

Endurtaka þarf umsóknir um styrki til þýðinga hjá MÍB

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Í ljós hefur komið að allar umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku með frestinn 15. nóvember hafa glatast vegna bilunar hjá fyrri hýsingaraðila - og því er nauðsynlegt að sækja um aftur.

Búið er að setja upp umsóknarvef hjá nýjum hýsingaraðila og opna fyrir umsóknir að nýju á https://form.islit.is/

Nýr umsóknarfrestur er á miðnætti, þriðjudaginn 5. desember, en við hvetjum ykkur til að skila umsóknum sem allra fyrst, til að flýta fyrir afgreiðslu. Stefnt er að því að svör berist fyrir jól.

Auglýsing með nýjum fresti birtist í Fréttablaðinu á morgun, 28. nóvember.

Við biðjumst innilegrar velvirðingar á þessum óþægindum.

Miðstöð íslenskra bókmennta

 

Nov16

Bókamessa í Hörpu

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Helgina 18.-19. nóvember frá kl. 11 - 17

Bókamessa í Hörpu

Bókamessa í Bókmenntaborg, er árlegur viðburður í nóvember. Þar leiða saman krafta sína Bókmenntaborgin og Félag íslenskra bókaútgefenda. 

Fyrsta Bókamessa í Bókmenntaborg var haldin árið 2011 og þá í Ráðhúsinu og Iðnó. Síðan þá hefur Bókamessa vaxið ár frá ári og er nú einn af stóru viðburðunum í bókmenntalífi borgarinnar. Bókamessa flutti í Hörpu árið 2016 og leggur þar undir sig Flóa og ráðstefnusalina Rímu A og B.


Á Bókamessu koma saman bókaútgefendur, höfundar og lesendur og eiga saman helgi þar sem orðlistin er í öndvegi. Fjölbreytt og skemmtileg bókmenntadagskrá er í tengslum við Bókamessu og lesendur geta nælt sér í glóðvolgar bækur á góðu verði beint frá útgefenda. 

DAGSKRÁ BÓKAMESSU Í HÖRPU ÁRIÐ 2017:

 

Aug24

Bókatíðindi 2017

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Móttaka skráninga hafin

Bókatíðindi 2017

Félag íslenskra bókaútgefenda mun að venju standa að útgáfu Bókatíðinda, sem dreift verður á öll heimili í landinu. Útgáfudagur og dreifing er fyrirhuguð í 3. viku nóvember 2017.

Verð á kynningu er 25.690,- + vsk.

Lokafrestur til skráningar er 17. október 2017.

Nánari upplýsingar má nálgast á skrifstofu félagsins á netfangið fibut@fibut.is 

<<  1 2 3 4 5 [67 8 9  >>