Apr10

Bókamessan í London

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Miðstöð íslenskra bókmennta tekur þátt í bókamessunni í London dagana 14.-16. apríl og kynnir íslenskar bókmenntir.

Bókamessan í London

Nýr bókalisti kynntur í London

Í kynningarstarfi Miðstöðvar íslenskra bókmennta (Míb) í London verður lögð áhersla á lista yfir bækur frá liðnu ári, en Miðstöðin hefur gert sambærilega lista undanfarin tvö ár, líkt og tíðkast hjá systurstofnunum Míb erlendis. Á kynningarlistanum má finna nýjar bækur, verðlaunabækur síðasta árs, bækur eftir unga, upprennandi höfunda og bækur sem nýlega hafa verið seldar erlendum útgefendum. 

Jan30

Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent á Bessastöðum í dag

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent á Bessastöðum í dag

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti í dag, föstudaginn 30. janúar 2015, Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Verðlaunin skiptast í þrjá flokka og þeir sem að þessu sinni hlutu verðlaunin voru:

Barna- og ungmennabækur:

Bryndís Björgvinsdóttir: Hafnfirðingabrandarinn - útgefandi: Vaka Helgafell

Fagurbókmenntir:

Ófeigur Sigurðsson: Öræfi - útgefandi: Mál og menning

Fræðirit og bækur almenns efnis:

Snorri Baldursson: Lífríki Íslands - útgefandi: Forlagið og Bókaútgáfan Opna

Jan06

Þetta vilja börnin sjá!

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Myndskreytingar úr íslenskum barnabókum í Gerðubergi 25. janúar til 15. mars 2015

Mynd eftir Karl Jóhann Jónsson úr bókinni Sófus og svínið sem hlaut Dimmalimm verðlaunin árið 2010

Sunnudaginn 25. janúar 2015 verður opnuð sýning í Gerðubergi á myndskreytingum úr íslenskum barnabókum, útgefnum árið 2014, og mun hún standa til 15. mars 2015. Þetta er í þrettánda skiptið sem sýningin er haldin með þessum hætti og er hún orðin fastur liður í starfseminni í Gerðubergi. Eins og undanfarin ár verður átta ára skólabörnum í Reykjavík boðið að skoða sýninguna

Þeir myndskreytar sem vilja taka þátt í sýningunni eru beðnir um að staðfesta þátttöku með því að senda póst og skrá sig eigi síðar en mánudaginn 7. janúar næstkomandi.

Mynd eftir Karl Jóhann Jónsson úr bókinni Sófus og svínið sem hlaut Dimmalimm verðlaunin árið 2010

 

Dec17

Bóksalaverðlaunin 2014

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Bóksalaverðlaunin 2014

 

Bóksalaverðlaunin voru veitt í 15. sinn í Kiljunni í dag. Það voru þau Anna Lea Friðriksdóttir, bóksali í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi, og Björn Halldórsson, bóksali í Eymundsson, Austurstræti, sem kynntu verðlaunabækurnar fyrir hönd Félags starfsfólks bókaverslana.

55 bóksalar víðs vegar að af landinu tóku þátt í valinu. Eins og áður var kosið í 9 mismunandi flokkum og hljóta bækurnar sem hreppa fyrsta sæti í hverjum flokki rétt til að bera verðlaunamiða félagsins. Auk þess munu bóksalar leggja sig fram um að gera allar verðlaunabækurnar vel sýnilegar í bókabúðunum fram að jólum.

 

Bóksalaverðlaunin 2014:

Íslenskar barnabækur:

1.         Þín eigin þjóðsaga – Ævar Þór Benediktsson – Mál og menning

2.         Fuglaþrugl og naflakrafl – Sigrún Eldjárn og Þórarinn Eldjárn – Vaka Helgafell

3.-4.     Síðasti galdrameistarinn – Ármann Jakobsson – JPV útgáfa

3.-4.     Skrímslakisi – Áslaug Jónsdóttir ofl. – Mál og menning

 

Þýddar barnabækur:

1.         Rottuborgari – David Walliams – Bókafélagið

2.         Hvað gerðist þá? – Tove Jansson – Mál og menning

3.         Þegar litirnir fengu nóg – Drew Daywalt – Töfraland

 

Íslenskar ungmennabækur:

1.         Hafnfirðingabrandarinn – Bryndís Björgvinsdóttir – Vaka Helgafell

2.         Maðurinn sem hataði börn – Þórarinn Leifsson – Vaka Helgafell

3.         Freyjusaga 2, Djásn – Sif Sigmarsdóttir – Mál og menning

 

Þýddar ungmennabækur:

1.         Eleanor og Park – Rainbow Rowell – Björt bókaútgáfa

2.         Skrifað í stjörnurnar – John Grenn – Draumsýn

3.-4.     Arfleið – Veronica Roth – Björt bókaútgáfa

3.-4.     Rauð sem blóð – Salla Simukka –Vaka Helgafell

 

Handbækur / fræðibækur:

1.         Lífríki Íslands – Snorri Baldursson – Forlagið / Opna

2.         Sveitin í sálinni – Eggert Þór Bernharðsson – JPV útgáfa

3.         Reykjavík sem ekki varð – Anna Dröfn Ágústsdóttir og Guðni Valberg – Crymogea

 

Besta ævisagan:

1.-2.     Saga þeirra, sagan mín – Helga Guðrún Jóhnsson – JPV

1.-2.     Svarthvítir dagar – Jóhanna Kristjónsdóttir – Sögur útgáfa

3.         Hans Jónatan – Gísli Pálsson – Mál og menning

 

Besta ljóðabókin:

1.         Kok – Kristín Eiríksdóttir –  JPV útgáfa

2.         Drápa – Gerður Kristný – Mál og menning

3.         Velúr – Þórdís Gísladóttir – Bjartur

 

Besta þýdda skáldsagan:

1.         Náðarstund – Hannah Kent – JPV útgáfa

2.         Lolita – Vladimir Nabokov – Dimma

3.         Lífið að leysa – Alice Munro – Mál og menning

 

Besta íslenska skáldsagan:

1.         Öræfi – Ófeigur Sigurðsson – Mál og menning

2.         Kata – Steinar Bragi – Mál og menning

3.-4.     Koparakur – Gyrðir Elíasson – Dimma

3.-4.     Vonarlandið – Kristín Steinsdóttir – Vaka Helgafell

Dec12

Útgefendur mótmæla hækkun VSK á bókum

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Útgefendur og rithöfundar fjölmenna á þingpalla í dag kl. 11

Útgefendur mótmæla hækkun VSK á bókum

Rithöfundar og útgefendur fjölmenntu á þingpalla í dag til að mótmæla ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skattahækkun á bókum. Fyrirhugað var að mæta með perlur íslenskra bókmennta og halda þeim á lofti en ekki fékkst leyfi fyrir því.  Mótmælin fóru friðsamlega fram, 63 eintökum af ljóðabók Ara Jósefssonar, Nei, var raðað upp framan við Alþingi og á þingpöllum lögðu mótmælendur hendur fyrir augu sín áður en þeir gengu út.

 

Á myndinni má sjá 63 Nei - ljóðabók Ara Jósefssonar sem stillt var upp á tröppum Alþingis.

 

 

 

Dec11

Bóksalaverðlaunin

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Bóksalaverðlaunin

Bóksalaverðlaunin verða kynnt í Kiljunni miðvikudaginn 17. desember. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2000 og verða þau nú veitt í 15. sinn. Níu bækur hljóta verðlaun í jafnmörgum flokkum auk þess sem bækurnar í 2.-3. sæti eru nefndar. Engir verðlaunagripir fylgja verðlaununum, aðeins einlægur ásetningur bóksala um að gera þeim bókum sem valdar eru hátt undir höfði í verslunum sínum þessa síðustu daga fyrir jól. Einnig hljóta bækurnar 9 sem lenda í fyrsta sæti í sínum flokki rétt til að bera verðlaunamiðann sem hér má sjá.

Dec05

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna

Fimmtudaginn 4. desember voru til­nefn­ing­ar til Fjöru­verðlaun­anna, bók­mennta­verðlauna kvenna, til­kynnt­ar í Borg­ar­bóka­safn­inu við Tryggvagötu. Verðlaun­in eru veitt í þrem­ur flokk­um; fag­ur­bók­mennt­um, fræðibók­um og barna- og ung­linga­bók­um. Fjöru­verðlaun­in eiga upp­runa sinn í bók­mennta­hátíð sem hald­in var í fyrsta sinn vorið 2007 að frum­kvæði hóps kvenna inn­an Rit­höf­unda­sam­bands Íslands. Verðlaun­in hafa verið veitt ár­lega síðan þá. Lista yfir tilnefndar bækur má finna hér fyrir neðan.

 

Dec04

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði námsgagna

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Umsóknarfrestur 15. janúar 2015, kl. 16:00

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði námsgagna

Hlutverk þróunarsjóðs námsgagna er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla í því markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.

Forgangsatriði Þróunarsjóðs námsgagna fyrir árið 2015 er efni sem stuðlar að aukinni almennri hæfni í stærðfræði og tölfræði og tengir þessi fög við daglegt líf. 

Stefna sjóðsins er að námsefnið sem styrkt er, verði gefið út með rafrænum hætti og gert aðgengilegt á netinu, þegar við á.

Opnað verður fyrir umsóknir 8. desember 2014 og er hægt að skila umsókn til 5. janúar 2015 kl. 16.00.

Umsókn skal skilað á rafrænu formi.  Sjá frekari upplýsingar um sjóðinn HÉR

Dec03

Styrkir til bókmenntaþýðinga

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Creative Europe styrkir til útgefenda - umsóknarfrestur er til 4. febrúar 2015

Styrkir til bókmenntaþýðinga

Markmiðið er að fjölga evrópskum þýðingum og stækka lesendahóp evrópskra fagurbókmennta.

Útgáfa á „þýðingarpakka“  3-10 verkum, úr og í tungumál Evrópulanda. Upprunatungumál og/eða það tungumál sem þýtt er í, tilheyri ESB eða EFTA landi.

Þýðingar úr latínu eða forn-grísku yfir í evrópsk mál eru mögulegar.

Kynning á þýðingum og notkun á rafrænni tækni bæði í dreifingu og kynningu er styrkt.

Hvatt er til þýðinga og kynninga á bókum sem hafa unnið til Evrópskra bókmenntaverðlauna (sjálfkrafa stigagjöf)

Styrkupphæð er 100.000€ til tveggja ára.

Hverjir geta sótt um? Útgefendur, forlög sem hafa starfað a.m.k. í 2 ár.

Nánari upplýsingar, leiðbeiningar og rafræn umsóknargögn:

https://eacea.ec.europa.eu/creative-europe/actions/culture/literary-translation_en

Umsóknarfrestur er til 4. febrúar 2015

Dec01

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Fimmtán bækur tilnefndar

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Tilkynnt var við hátíðlega athöfn í dag á Kjarvalsstöðum um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014. Jafnframt voru kynntar þær 5 þýðingar sem tilnefndar eru til Íslensku þýðendaverðlaunanna.

Hér á eftir má sjá hverjir tilnefndir voru.

 

 

<<  3 4 5 6 7 [89 10  >>