Frettir

Apr16

Bókamörkuðum lokið

Höfundur Bryndís Loftsdóttir Categories // Frettir

Bókamörkuðum lokið

Bókamarkaðurinn var haldinn í 5. sinn á Laugardalsvelli dagana 23. febrúar til 11. mars. Barnabókadeildin var stækkuð umtalsvert í ár og hefur aðgengi að barnabókum aldrei verið betra. Þá var úrval bóka gott, skráðar voru söluhreyfingar á um 5.500 titla.

Bókamarkaðurinn flutti svo norður til Akureyrar um páskana. Markaðurinn opnaði á Glerártorgi 22. mars og stóð til 3. apríl. Góð aðsókn var að báðum mörkuðum.

Gert er ráð fyrir að Bókamarkaðurinn opni aftur á Laugardalsvelli föstudaginn 22. febrúar 2019.

May02

The "right to read"

Höfundur Bryndís Loftsdóttir Categories // Frettir

The

Richard Mollet, framkvæmdarstjóri breska útgefendafélagsins (PA), svarar kröfu evrópskra bókasafnsstarfsmanna um rétt til rafbókaútlána. Einnig má hér fyrir neðan finna skýrsluna sem hann nefnir í greininni.