Feb18

Aðalfundur Félags íslenskra bókaútgefenda

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

Aðalfundur Félags íslenskra bókaútgefenda fór fram fimmtudaginn 11. febrúar síðast liðinn. Vegna aðstæðna hittust félagsmenn á fjarfundi í þetta sinn.

Heiðar Ingi Svansson var sjálfkjörinn formaður stjórnar félagsins en hann hefur gegnt formennsku frá árinu 2018. Þá varð sú breyting á stjórn félagsins að Ólöf Dagný Óskarsdóttir ákvað að hverfa úr stjórn. Í stað hennar var Jakob F. Ásgeirsson sjálfkjörinn. Félagið kann Ólöfu bestu þakkir fyrir stjórnarsetuna á liðnum árum.

Í stjórn félagsins sitja nú eftirfarandi útgefendur; Anna Lea Friðriksdóttir, Anna Margrét Marinósdóttir, Birgitta Elín Hassell, Egill Örn Jóhannsson, Guðrún Vilmundardóttir, Jakob F. Ásgeirsson, Jónas Sigurgeirsson, María Rán Guðjónsdóttir, Pétur Már Ólafsson og Stefán Hjörleifsson auk formanns stjórnar, Heiðars Inga Svanssonar.