Sep24

Bókamessa í Bókmenntaborg

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

Í Hörpu dagana 23.-24. nóvember

Félags íslenskra bókaútgefenda og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO standa að Bókamessunni sem haldin hefur verið árlega í Reykjavík frá árinu 2011.

Bókaútgefendur, höfundar og lesendur koma saman þessa helgi þar sem orðlistin er í öndvegi. Boðið er upp á fjölbreytta og skemmtilega bókmenntadagskrá auk þess sem lesendur geta nælt sér í glóðvolgar bækur á góðu verði beint frá útgefendum. Aðgangur er ókeypis.

Pantanir vegna sýningaraðstöðu sendist á bryndis@fibut.is fyrir 1. október.

Tillögur að dagskrá sendist á bokmenntaborg@reykjavik.is