Nov22

Bókamessan í Hörpu

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

26.-27. nóvember kl. 11 -17

Bókamessan í Hörpu verður haldin helgina 26-.27. nóvember og er opin frá kl. 11 - 17 báða daga.

Ríflega 30 bókaútgefendur kynna verk sín, höfundar árita og allar nýjustu bækurnar fyrir börnin til að fetta, lesa og setja á óskalistann.

Bókmenntadagskrá verður í Kaldalóni báða dagana og hefst kl. 13 og kl. 15.

 

Ástin

Laugardaginn 26. nóvember kl. 13:00

Dagný Kristjánsdóttir stýrir samtali við þrjá höfunda um ástarsögur.

Guðni Elísson - Brimhólar

Ragna Sigurðardóttir – Þetta rauða, það er ástin

Silja Aðalsteinsdóttir, þýðandi Jane Austen – Aðgát og örlyndi

 

Glæpurinn

Laugardaginn 26. nóvember kl. 15:00

Yrsa Sigurðardóttir ræðir við Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur um Reykjavík – glæpasögu.

 

Smásagan

Sunnudaginn 27. nóvember kl. 13:00

Björn Halldórsson stýrir pallborðsumræðum helguðum nýútgefnum smásögum.

María Elísabet Bragadóttir – Sápufuglinn

Örvar Smárason – Svefngríman

Guðjón Baldursson - Og svo kom vorið

Kristín Guðrún Jónsdóttir, þýðandi Guadalupe Nettel - Hjónaband rauðu fiskanna og ritstjóri sýnisbókarinnar Með flugur í höfðinu

 

Íslenskan

Sunnudaginn 27. nóvember kl. 15

Sunna Dís Másdóttir stýrir pallborðsumræðum um erlend skáld á íslenskum ritvelli.

Natasha S. - Máltaka á stríðstímum

Jakub Stachowiak - Úti bíður skáldleg veröld

Ewa Marcinek  - Ísland pólerað