Jul28

Bókatíðindagrunnurinn opnar aftur 22. ágúst

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

Vegna smíða á nýjum gagnagrunni fyrir Bókatíðindi og yfirfærslu á gögnum úr gamla grunninum yfir í þann nýja, verður lokað fyrir allar skráningar dagana 29. júlí.-21. ágúst. 

Nýja grunninum fylgja ný lykilorð sem bundin eru við veffang hvers notanda. Vinsamlegast sendið netföng þeirra starfsmanna sem eiga að fá aðgang að grunninum ásamt upplýsingum um nafn forlags eða undirforlaga á fibut@fibut.is 

Sama skráning gildir fyrir vef- og prentútgáfu Bókatíðinda en þátttaka í prentútgáfunni er valkvæð. Skráning í prentútgáfu lýkur í kringum 10. október. Skráning í vefútgáfuna stendur yfir árið um kring. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins.