Dec11

Bóksalaverðlaunin

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Bóksalaverðlaunin verða kynnt í Kiljunni miðvikudaginn 17. desember. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2000 og verða þau nú veitt í 15. sinn. Níu bækur hljóta verðlaun í jafnmörgum flokkum auk þess sem bækurnar í 2.-3. sæti eru nefndar. Engir verðlaunagripir fylgja verðlaununum, aðeins einlægur ásetningur bóksala um að gera þeim bókum sem valdar eru hátt undir höfði í verslunum sínum þessa síðustu daga fyrir jól. Einnig hljóta bækurnar 9 sem lenda í fyrsta sæti í sínum flokki rétt til að bera verðlaunamiðann sem hér má sjá.