Dec17

Bóksalaverðlaunin 2014

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

 

Bóksalaverðlaunin voru veitt í 15. sinn í Kiljunni í dag. Það voru þau Anna Lea Friðriksdóttir, bóksali í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi, og Björn Halldórsson, bóksali í Eymundsson, Austurstræti, sem kynntu verðlaunabækurnar fyrir hönd Félags starfsfólks bókaverslana.

55 bóksalar víðs vegar að af landinu tóku þátt í valinu. Eins og áður var kosið í 9 mismunandi flokkum og hljóta bækurnar sem hreppa fyrsta sæti í hverjum flokki rétt til að bera verðlaunamiða félagsins. Auk þess munu bóksalar leggja sig fram um að gera allar verðlaunabækurnar vel sýnilegar í bókabúðunum fram að jólum.

 

Bóksalaverðlaunin 2014:

Íslenskar barnabækur:

1.         Þín eigin þjóðsaga – Ævar Þór Benediktsson – Mál og menning

2.         Fuglaþrugl og naflakrafl – Sigrún Eldjárn og Þórarinn Eldjárn – Vaka Helgafell

3.-4.     Síðasti galdrameistarinn – Ármann Jakobsson – JPV útgáfa

3.-4.     Skrímslakisi – Áslaug Jónsdóttir ofl. – Mál og menning

 

Þýddar barnabækur:

1.         Rottuborgari – David Walliams – Bókafélagið

2.         Hvað gerðist þá? – Tove Jansson – Mál og menning

3.         Þegar litirnir fengu nóg – Drew Daywalt – Töfraland

 

Íslenskar ungmennabækur:

1.         Hafnfirðingabrandarinn – Bryndís Björgvinsdóttir – Vaka Helgafell

2.         Maðurinn sem hataði börn – Þórarinn Leifsson – Vaka Helgafell

3.         Freyjusaga 2, Djásn – Sif Sigmarsdóttir – Mál og menning

 

Þýddar ungmennabækur:

1.         Eleanor og Park – Rainbow Rowell – Björt bókaútgáfa

2.         Skrifað í stjörnurnar – John Grenn – Draumsýn

3.-4.     Arfleið – Veronica Roth – Björt bókaútgáfa

3.-4.     Rauð sem blóð – Salla Simukka –Vaka Helgafell

 

Handbækur / fræðibækur:

1.         Lífríki Íslands – Snorri Baldursson – Forlagið / Opna

2.         Sveitin í sálinni – Eggert Þór Bernharðsson – JPV útgáfa

3.         Reykjavík sem ekki varð – Anna Dröfn Ágústsdóttir og Guðni Valberg – Crymogea

 

Besta ævisagan:

1.-2.     Saga þeirra, sagan mín – Helga Guðrún Jóhnsson – JPV

1.-2.     Svarthvítir dagar – Jóhanna Kristjónsdóttir – Sögur útgáfa

3.         Hans Jónatan – Gísli Pálsson – Mál og menning

 

Besta ljóðabókin:

1.         Kok – Kristín Eiríksdóttir –  JPV útgáfa

2.         Drápa – Gerður Kristný – Mál og menning

3.         Velúr – Þórdís Gísladóttir – Bjartur

 

Besta þýdda skáldsagan:

1.         Náðarstund – Hannah Kent – JPV útgáfa

2.         Lolita – Vladimir Nabokov – Dimma

3.         Lífið að leysa – Alice Munro – Mál og menning

 

Besta íslenska skáldsagan:

1.         Öræfi – Ófeigur Sigurðsson – Mál og menning

2.         Kata – Steinar Bragi – Mál og menning

3.-4.     Koparakur – Gyrðir Elíasson – Dimma

3.-4.     Vonarlandið – Kristín Steinsdóttir – Vaka Helgafell