Dec12

Dreifingu Bókatíðinda lokið

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Íslandspóstur hefur nú lokið dreifingu Bókatíðinda. Að venju er Bókatíðindum dreift inn á öll íslensk heimili. Þau eru þó ekki borin út til þeirra sem hafna fjölpósti. Hægt er að hafa samband við skrifstofu félagsins og óska eftir að fá Bókatíðindin send sérstaklega. Senda þarf beiðni á fibut@fibut.is með upplýsingum um nafn, heimilisfang og póstnúmer.

Rafræna útgáfu má nálgast hér: BÓKATÍÐINDI 2016