Dec05

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna

Fimmtudaginn 4. desember voru til­nefn­ing­ar til Fjöru­verðlaun­anna, bók­mennta­verðlauna kvenna, til­kynnt­ar í Borg­ar­bóka­safn­inu við Tryggvagötu. Verðlaun­in eru veitt í þrem­ur flokk­um; fag­ur­bók­mennt­um, fræðibók­um og barna- og ung­linga­bók­um. Fjöru­verðlaun­in eiga upp­runa sinn í bók­mennta­hátíð sem hald­in var í fyrsta sinn vorið 2007 að frum­kvæði hóps kvenna inn­an Rit­höf­unda­sam­bands Íslands. Verðlaun­in hafa verið veitt ár­lega síðan þá. Lista yfir tilnefndar bækur má finna hér fyrir neðan.

 

 

Til­nefn­ing­ar í flokki barna- og ung­linga­bók­mennta:

Á putt­an­um með pabba eft­ir Kol­brúnu Önnu Björns­dótt­ur og Völu Þórs­dótt­ur.

Hafn­f­irðinga­brand­ar­inn eft­ir Bryn­dísi Björg­vins­dótt­ur.

Vin­ur minn vind­ur­inn eft­ir Bergrúnu Írisi Sæv­ars­dótt­ur.

Til­nefn­ing­ar í flokki fag­ur­bók­mennta:

Englaryk eft­ir Guðrúnu Evu Mín­ervu­dótt­ur.

Lóa­borat­orí­um, eft­ir Lóu Hlín Hjálm­týs­dótt­ur.

Ástin ein tauga­hrúga. Eng­inn dans við Ufsaklett, eft­ir Elísa­betu Jök­uls­dótt­ur.

Til­nefn­ing­ar í flokki fræðibók­mennta og rita al­menns eðlis:

Saga þeirra, sag­an mín eft­ir Helgu Guðrúnu John­son.

Kjaftað um kyn­líf eft­ir Siggu Dögg.

Of­beldi á heim­ili – Með aug­um barna. Rit­stjóri Guðrún Krist­ins­dótt­ir.