Oct01
Íslensku bókmenntaverðlaunin
Skráning framlagðra verka stendur yfir til 12. október
Á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda stendur nú yfir skráning og móttaka framlagðra verka til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Verðlaunin skiptast í þrjá flokka; barna- og ungmennabækur, fræðibækur og rit almenns efnis og fagurbókmenntir. Lokafrestur til skráninga framlagðra verka er 12. október og skulu verkin berast dómnefndum um leið og prentuð eintök eru tilbúin.
Gjald fyrir framlagðar bækur er 35.000 kr. Skila skal þremur eintökum af framlögðum verkum og má eins og áður á fyrsta stigi leggja fram handrit eða prófarkir. Nánari upplýsingar um bókmenntaverðlaunin fást á skrifstofu félagsins, fibut@fibut.is.