Sep16
Íslensku bókmenntaverðlaunin og Blóðdropinn
Tekið er á móti skráningu framlagðra verka til 16. október 2022
Skráning og mótttaka framlagðra verka til Íslensku bókmenntaverðlaunanna er nú hafin.
Verðskrá fyrir framlögð verk:
- Bækur eða útprent afhent fyrir dagslok 31. október kr. 40.000
- Bækur eða útprent afhent fyrir dagslok 18. nóvember kr. 60.000
Skráning stendur til 16. október og fer fram hér: Skráning framlagðra verka til Íslensku bókmenntaverðlaunanna
Skila þarf þemur endanlega fullbúnum eintökum framlagðra bóka fyrir dómnefnd. Þetta á einnig við þó að handriti hafi þegar verið komið til dómnefndar sem útprentuðu handriti. Skila þarf þremur fullbúnum eintökum til viðbótar fyrir lokadómnefnd, hljóti bók tilnefningu. Dómnefndareintök eru hluti af þátttökukostnaði og ekki endurkræf. Tekið er við dómnefndareintökum á skrifstofu félagsins, Barónsstíg 5, 2. hæð.
Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins og hér.