Jun21

Upplýsingar um endurgreiðslu á kostnaði við bókaútgáfu á íslensku

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

Miðvikudaginn 26. júní var haldinn fundur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu um nýtt endurgreiðslukerfi vegna bókaútgáfu á íslensku. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ávarpaði fundinn og í kjölfarið var nýtt umsóknarferli kynnt og fyrirspurnum svarað.

Ráðgert er að opnað verði fyrir umsóknarferlið 9. júlí nk. á rannis.is. Eingöngu verður tekið við rafrænum umsóknum í gegnum Rannís vefinn.

Glærurnar sem sýndar voru á fundinum má nálgast hér: Endurgreiðsla vegna bókaútgáfu - kynningarglærur