Dec03

Styrkir til bókmenntaþýðinga

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Creative Europe styrkir til útgefenda - umsóknarfrestur er til 4. febrúar 2015

Markmiðið er að fjölga evrópskum þýðingum og stækka lesendahóp evrópskra fagurbókmennta.

Útgáfa á „þýðingarpakka“  3-10 verkum, úr og í tungumál Evrópulanda. Upprunatungumál og/eða það tungumál sem þýtt er í, tilheyri ESB eða EFTA landi.

Þýðingar úr latínu eða forn-grísku yfir í evrópsk mál eru mögulegar.

Kynning á þýðingum og notkun á rafrænni tækni bæði í dreifingu og kynningu er styrkt.

Hvatt er til þýðinga og kynninga á bókum sem hafa unnið til Evrópskra bókmenntaverðlauna (sjálfkrafa stigagjöf)

Styrkupphæð er 100.000€ til tveggja ára.

Hverjir geta sótt um? Útgefendur, forlög sem hafa starfað a.m.k. í 2 ár.

Nánari upplýsingar, leiðbeiningar og rafræn umsóknargögn:

https://eacea.ec.europa.eu/creative-europe/actions/culture/literary-translation_en

Umsóknarfrestur er til 4. febrúar 2015