Aug01
Styrkir til þýðinga á skoskum verkum
The Publishing Scotland Translation Fund býður útgefendum skoskra verka að sækja um styrki til þýðinga. Sjóðurinn er nýlegur, var stofnaður árið 2015. Áhersla er lögð á samtímabókmenntir af öllu tagi, skáldverk, ljóð, fræðirit, barnabækur og teiknimyndasögur. Næsti umsóknafrestur er 13. ágúst.
Nánari upplýsingar má nálgast hér: The Publishing Scotland Translation Fund