May26

Þátttakendur næstu Bókmenntahátíðar Reykjavíkur haustið 2015

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Þátttakendur næstu Bókmenntahátíðar Reykjavíkur haustið 2015

Bókmenntahátíð í Reykjavík verður næst haldin dagana 9.-13. september 2015 og senn verður farið að huga að því hvaða erlendu höfundum verði boðið til landsins.

Stjórnendur Bókmenntahátíðarinnar hafa átt í góðu samstarfi við íslenska bókaútgefendur undanfarin ár og leita nú upplýsinga um hvaða erlendu höfundar eru væntanlegir í íslenskum þýðingum á næstunni og hvaða höfunda íslenskir útgefendur vilja helst sjá á Bókmenntahátíð í Reykjavík á næsta ári.

​Útgefendur eru hvattir til að senda nöfn höfunda sinna á netfangið stella@bokmenntahatid.is