Jan06

Þetta vilja börnin sjá!

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Myndskreytingar úr íslenskum barnabókum í Gerðubergi 25. janúar til 15. mars 2015

Sunnudaginn 25. janúar 2015 verður opnuð sýning í Gerðubergi á myndskreytingum úr íslenskum barnabókum, útgefnum árið 2014, og mun hún standa til 15. mars 2015. Þetta er í þrettánda skiptið sem sýningin er haldin með þessum hætti og er hún orðin fastur liður í starfseminni í Gerðubergi. Eins og undanfarin ár verður átta ára skólabörnum í Reykjavík boðið að skoða sýninguna

Þeir myndskreytar sem vilja taka þátt í sýningunni eru beðnir um að staðfesta þátttöku með því að senda póst og skrá sig eigi síðar en mánudaginn 7. janúar næstkomandi.

Mynd eftir Karl Jóhann Jónsson úr bókinni Sófus og svínið sem hlaut Dimmalimm verðlaunin árið 2010

 

Þegar sýningin hefur verið tekin niður í Gerðubergi er ætlunin að hún fari á flakk um landið líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um þetta hjá undirritaðri.

Að þessu sinni verða Dimmalimm – Íslensku myndskreytiverðlaunin ekki veitt í tengslum við sýninguna líkt og hefð er fyrir. Verið er að skoða hvort hægt sé að veita þau verðlaun síðar á næsta ári í tengslum við önnur barnabókaverðlaun og verður það tilkynnt síðar.

Hver myndskreytir getur skilað inn 1-2 bókum. Miðað er við að hver bók fái að hámarki 90 cm breitt og 120 cm hátt veggrými til umráða. Ekki er gert ráð fyrir texta með myndunum því bækurnar munu liggja frammi.

Þátttakendur skulu koma með myndirnar í Gerðuberg eigi síðar en
fimmtudaginn 15. janúar. Eftir þann tíma verður ekki tekið við fleiri verkum.
Gerð er krafa um vandaðan frágang á myndverka og áskilur listadeild Gerðubergs sér rétt til að hafna verkum sé frágangur ekki fullnægjandi. Allar myndir eiga að vera innrammaðar en æskilegt er að um sé að ræða tréramma þar sem myndirnar eru festar í vegginn með járn„eyrum” sem skrúfuð eru við rammana. Ef um aðrar lausnir er að ræða þá er óskað eftir því að undirrituð samþykki það áður en komið er með myndirnar.

Stella Soffía Jóhannesdóttir

verkefnisstjóri

stella.soffia.johannesdottir@reykjavik.is