Dec01

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Fimmtán bækur tilnefndar

Tilkynnt var við hátíðlega athöfn í dag á Kjarvalsstöðum um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014. Jafnframt voru kynntar þær 5 þýðingar sem tilnefndar eru til Íslensku þýðendaverðlaunanna.

Hér á eftir má sjá hverjir tilnefndir voru.

 

 

Íslensku bókmenntaverðlaunin

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki barna- og ungmennabóka:

 

Ármann Jakobsson

Síðasti galdrameistarinn

Útgefandi: JPV útgáfa

 

Bryndís Björgvinsdóttir

Hafnfirðingabrandarinn

Útgefandi: Vaka-Helgafell

 

Eva Þengilsdóttir

Nála - riddarasaga

Útgefandi: Salka

 

Þórarinn Eldjárn og Sigrún Eldjárn

Fuglaþrugl og naflakrafl

Útgefandi: Vaka-Helgafell

 

Þórarinn Leifsson

Maðurinn sem hataði börn

Útgefandi: Mál og menning

 

Dómnefnd skipuðu:

Helga Ferdinandsdóttir formaður nefndar, Árni Árnason og Þorbjörg Karlsdóttir

 

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta:

 

Guðbergur Bergsson

Þrír sneru aftur

Útgefandi: JPV útgáfa

 

Gyrðir Elíasson

Koparakur

Útgefandi: Dimma

 

Kristín Eiríksdóttir

Kok

Útgefandi: JPV útgáfa

 

Ófeigur Sigurðsson

Öræfi

Útgefandi: Mál og menning

 

Þórdís Gísladóttir

Velúr

Útgefandi: Bjartur

 

Dómnefnd skipuðu:

Tyrfingur Tyrfingsson formaður nefndar, Erna Guðrún Árnadóttir og Knútur Hafsteinsson

 

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:

 

Björg Guðrún Gísladóttir

Hljóðin í nóttinni

Útgefandi: Veröld

 

Eggert Þór Bernharðsson

Sveitin í sálinni – Búskapur og ræktun í Reykjavík 1930-1970

Útgefandi: JPV útgáfa

 

Pétur H. Ármannsson ritst.

Gunnlaugur Halldórsson - Arkitekt

Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag

 

Snorri Baldursson

Lífríki Íslands – Vistkerfi lands og sjávar

Útgefandi: Forlagið og Bókaútgáfan Opna

 

Sveinn Yngvi Egilsson

Náttúra ljóðsins – Umhverfi íslenskra skálda

Útgefandi: Háskólaútgáfan

 

Dómnefnd skipuðu:

Hildigunnur Sverrisdóttir formaður nefndar, Aðalsteinn Ingólfsson og Pétur Þorsteinn Óskarsson

Formenn dómnefndanna þriggja munu velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki ásamt forsetaskipuðum formanni lokadómnefndar. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014 verða afhent um mánaðamótin janúar-febrúar á komandi ári af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, á Bessastöðum.