Dec12

Útgefendur mótmæla hækkun VSK á bókum

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Útgefendur og rithöfundar fjölmenna á þingpalla í dag kl. 11

Útgefendur mótmæla hækkun VSK á bókum

Rithöfundar og útgefendur fjölmenntu á þingpalla í dag til að mótmæla ákvörðun ríkisstjórnarinnar um skattahækkun á bókum. Fyrirhugað var að mæta með perlur íslenskra bókmennta og halda þeim á lofti en ekki fékkst leyfi fyrir því.  Mótmælin fóru friðsamlega fram, 63 eintökum af ljóðabók Ara Jósefssonar, Nei, var raðað upp framan við Alþingi og á þingpöllum lögðu mótmælendur hendur fyrir augu sín áður en þeir gengu út.

 

Á myndinni má sjá 63 Nei - ljóðabók Ara Jósefssonar sem stillt var upp á tröppum Alþingis.