Sep01

Vilt þú starfa í dómnefnd Íslensku bókmenntaverðlaunanna?

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

Við leitum eftir einstaklingum á ólíkum aldri, með fjölbreyttan bakgrunn og menntun, til þess að velja athyglisverðustu bækur ársins í dómnefnd Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Laun fyrir nefndarsetu eru kr. 125.000 auk þess sem nefndarmeðlimir fá allar framlagðar bækur í sínum flokki til eignar. Starfstímabilið er frá 20. september til 30. nóvember 2021.

Þrjár dómnefndir starfa fyrir verðlaunin, hver skipuð þremur nefndarmönnum. Hægt er sækja um eina eða fleiri nefnd. Dómnefndir skiptast eins og verðlaunin í barna- og ungmennabækur, skáldverk og fræðirit og bækur almenns efnis.

Horft er til 2. kafla, 3. gr. stjórnsýslulaga varðandi hæfi dómnefndarfólks sem tengist höfundum eða útgefendum framlagðra verka, sjá; https://www.althingi.is/lagas/nuna/1993037.html

Áhugasamir lesendur eru beðnir um að skrá sig hér: https://forms.gle/WzBZBcTWAfQ5hVzt5

Tekið er á móti skráningum til og með 8. september.