Nov27

Endurtaka þarf umsóknir um styrki til þýðinga hjá MÍB

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Í ljós hefur komið að allar umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku með frestinn 15. nóvember hafa glatast vegna bilunar hjá fyrri hýsingaraðila - og því er nauðsynlegt að sækja um aftur.

Búið er að setja upp umsóknarvef hjá nýjum hýsingaraðila og opna fyrir umsóknir að nýju á https://form.islit.is/

Nýr umsóknarfrestur er á miðnætti, þriðjudaginn 5. desember, en við hvetjum ykkur til að skila umsóknum sem allra fyrst, til að flýta fyrir afgreiðslu. Stefnt er að því að svör berist fyrir jól.

Auglýsing með nýjum fresti birtist í Fréttablaðinu á morgun, 28. nóvember.

Við biðjumst innilegrar velvirðingar á þessum óþægindum.

Miðstöð íslenskra bókmennta

 

Nov16

Bókamessa í Hörpu

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Helgina 18.-19. nóvember frá kl. 11 - 17

Bókamessa í Hörpu

Bókamessa í Bókmenntaborg, er árlegur viðburður í nóvember. Þar leiða saman krafta sína Bókmenntaborgin og Félag íslenskra bókaútgefenda. 

Fyrsta Bókamessa í Bókmenntaborg var haldin árið 2011 og þá í Ráðhúsinu og Iðnó. Síðan þá hefur Bókamessa vaxið ár frá ári og er nú einn af stóru viðburðunum í bókmenntalífi borgarinnar. Bókamessa flutti í Hörpu árið 2016 og leggur þar undir sig Flóa og ráðstefnusalina Rímu A og B.


Á Bókamessu koma saman bókaútgefendur, höfundar og lesendur og eiga saman helgi þar sem orðlistin er í öndvegi. Fjölbreytt og skemmtileg bókmenntadagskrá er í tengslum við Bókamessu og lesendur geta nælt sér í glóðvolgar bækur á góðu verði beint frá útgefenda. 

DAGSKRÁ BÓKAMESSU Í HÖRPU ÁRIÐ 2017:

 

Aug24

Bókatíðindi 2017

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Móttaka skráninga hafin

Bókatíðindi 2017

Félag íslenskra bókaútgefenda mun að venju standa að útgáfu Bókatíðinda, sem dreift verður á öll heimili í landinu. Útgáfudagur og dreifing er fyrirhuguð í 3. viku nóvember 2017.

Verð á kynningu er 25.690,- + vsk.

Lokafrestur til skráningar er 17. október 2017.

Nánari upplýsingar má nálgast á skrifstofu félagsins á netfangið fibut@fibut.is 

Aug24

Bókamessa í Bókmenntaborg

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

18.-19. nóvember í Hörpu

Bókamessa í Bókmenntaborg

Árleg Bókamessa Félags íslenskra bókaútgefenda og Bókmenntaborgar verður haldin í Hörpu  18.-19. nóvember næstkomandi. 

Allir bókaútgefendur sem gefa út bækur á þessu ári, geta sótt um þátttöku.  Verðskrá fyrir sýningaraðstöðu og nánari upplýsingar má nálgast á skrifstofu FIBUT á netfangið bryndis@fibut.is

Skrifstofa Bókmenntaborgar annast bókmenntadagskrá hátíðarinnar, senda má tillögur að dagskrárliðum á bokmenntaborgin@reykjavik.is

Jun27

Stuðningur við evrópskar bókmenntaþýðingar

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Umsóknarfrestur er til 25. júlí 2017

Stuðningur við evrópskar bókmenntaþýðingar

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki til bókmenntaþýðinga frá Creative Europe. Umsóknarfrestur er til 25. júlí.

Hægt er að sækja um styrk til þýðinga, útgáfu, kynningar og dreifingar á 3-10 skáldverkum, svo sem skáldsögum, smásögum, ljóðum, leikritum, teiknimyndasögum og barnabókum, að hámarki fyrir 100.000 evrum. Gert er ráð fyrir að umsóknarverkefni taki tvö ár að hámarki.

Rafrænt umsóknarblað má finna hér;

https://eacea.ec.europa.eu/creative-europe/funding/support-literary-translation-projects-2017_en

Nánari upplýsingar á ensku:

 

May17

NonfictioNOW

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Hefst í Reykjavík þann 1. júní

NonfictioNOW

NonfictioNOW ráðstefnan, sem helguð er óskálduðu efni af öllum toga, var stofnuð í Bandaríkjunum árið 2005 og er haldin annað hvert ár. Þetta er í fyrsta skipti sem hún er haldin í Evrópu. 

Meðal erlendra gesta sem verða með fyrirlestra á ráðstefnunni eru: Gretel Ehrlich, Karl Ove Knausgaard, Aisha Sabatini Sloan og Wayne Koestenbaum. 

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér; NonfictionNOW

Apr27

Vorbókatíðindi

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Hundrað nýir íslenskir titlar kynntir

Vorbókatíðindi

Vorbókatíðindi Félags íslenskra bókaútgefenda eru nú komin út í tilefni Viku bókarinnar sem hófst þann 23. apríl. Í ritinu eru kynntar nýjar íslenskar bækur, bæði þýddar og frumsamdar auk þess sem þar má einnig finna kynningu á nýjum landakortum af Íslandi.

Forsíðuna prýðir að þessu sinni bókaunnandinn og fótboltasnillingurinn Margrét Lára Viðarsdóttir.

Rafræna útgáfu má finna hér: Rafræn Vorbókatíðindi

Feb09

Afhending Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2016

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Afhending Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2016

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, afhenti í dag, miðvikudaginn 8. febrúar, Íslensku bókmenntaverðlaunin 2016, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Auk þess er verðlaunahöfum afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir, hannaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans.

Verðlaunin skiptust  í þrjá flokka og þeir sem að þessu sinni hlutu verðlaunin voru:

Fræðirit og bækur almenns efnis: Ragnar Axelsson: Andlit norðursins – útgefandi : Crymogea

Barna- og ungmennabækur: Hildur Knútsdóttir: Vetrarhörkur – útgefandi : JPV útgáfa

Fagurbókmenntir: Auður Ava Ólafsdóttir: Ör – útgefandi : Benedikt bókaútgáfa

Jan10

Bókamarkaðurinn

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

í Reykjavík og á Akureyri

Bókamarkaðurinn

Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda verður haldinn í stúkubyggingu Laugardalsvallar dagana 24. febrúar til 12. mars. Haft verður samband við þá útgefendur sem tóku þátt á síðasta ári en aðrir áhugasamir eru hvattir til þess að hafa samband við skrifstofu félagsins (bryndis@fibut.is) og ganga frá samning og skráningu gagna.

Áætlað er að halda Bókamarkaðinn á Akureyri dagana 23. mars til 2. apríl.  Nánar síðar.

Dec12

Dreifingu Bókatíðinda lokið

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Dreifingu Bókatíðinda lokið

Íslandspóstur hefur nú lokið dreifingu Bókatíðinda. Að venju er Bókatíðindum dreift inn á öll íslensk heimili. Þau eru þó ekki borin út til þeirra sem hafna fjölpósti. Hægt er að hafa samband við skrifstofu félagsins og óska eftir að fá Bókatíðindin send sérstaklega. Senda þarf beiðni á fibut@fibut.is með upplýsingum um nafn, heimilisfang og póstnúmer.

Rafræna útgáfu má nálgast hér: BÓKATÍÐINDI 2016

<<  1 2 3 4 5 [67 8  >>