Dec12

TILNEFNINGAR TIL ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNANNA

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

TILNEFNINGAR TIL ÍSLENSKU BÓKMENNTAVERÐLAUNANNA

Þann 1. desember var tilkynnt við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2016. 

Formenn dómnefndanna þriggja munu velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki ásamt forsetaskipuðum formanni lokadómnefndar. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2016 verða afhent um mánaðarmótin janúar-febrúar á komandi ári af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Bessastöðum. Félag íslenskra bókaútgefenda gefur verðlaunin sem eru ein milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk auk verðlaunagrips úr silfri.

Tilnefndar bækur í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:

Árni Heimir Ingólfsson: Saga tónlistarinnar / Forlagið
Bergsveinn Birgisson: Leitin að svarta víkingnum / Bjartur
Guðrún Ingólfsdóttir: Á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar / Háskólaútgáfan
Ragnar Axelsson: Andlit norðursins / Crymogea
Viðar Hreinsson: Jón lærði og náttúrur náttúrunnar / Lesstofan

Dómnefnd skipuðu: Aðalsteinn Ingólfsson, formaður nefndar, Hulda Proppé og Þórunn Sigurðardóttir

Tilnefndar bækur í flokki barna- og ungmennabóka

Hildur Knútsdóttir: Vetrarhörkur / JPV útgáfa
Hildur Knútsdóttir og Þórdís Gísladóttir: Doddi: bók sannleikans / Bókabeitan
Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir: Íslandsbók barnanna / Iðunn
Þórhallur Arnórsson og Jón Páll Halldórsson: Vargöld : fyrsta bók / Iðunn
Ævar Þór Benediktsson: Vélmennaárásin / Mál og menning

Dómnefnd skipuðu: Árni Árnason, formaður nefndar, Hildigunnur Sverrisdóttir og Sigurjón Kjartansson.

Tilnefndar bækur í flokki fagurbókmennta:

Auður Ava Ólafsdóttir: Ör / Benedikt bókaútgáfa
Guðrún Eva Mínervudóttir: Skegg Raspútíns / Bjartur
Sigurður Pálsson: Ljóð muna rödd / JPV útgáfa
Sjón: Ég er sofandi hurð (Co Dex 1962) / JPV útgáfa
Steinar Bragi: Allt fer / Mál og menning

Dómnefnd skipuðu: Knútur Hafsteinsson, formaður nefndar, Helga Ferdinandsdóttir og og Jórunn Sigurðardóttir

 

Sep16

DIGITAL BOOK WORLD CONFERENCE 2017

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

DIGITAL BOOK WORLD CONFERENCE 2017

Aðstandendur Digital Book World Conference sem haldin verður í New York dagana 17.-19. janúar 2017 bjóða félagsmönnum FIBUT 10% afslátt af ráðstefnugjaldinu með það fyrir augum að koma til móts við okkur vegna mikils ferðakostnaðar.

Til þess að nýta sér tilboðið þarf að senda póst á James Woollam (james.woollam@fwcommunity.com) eða Taylor Sferra (taylor.sferra@fwcommunity.com) og óska eftir afsláttarkóða. 

Nánar má lesa um ráðstefnuna á heimasíðu hennar: http://www.digitalbookworldconference.com/  og tilboð þeirra má finna hér "lesa meira".

May12

TILKYNNT UM ÚTHLUTUN ÚTGÁFUSTYRKJA 2016

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

69% UMSÓKNA HLUTU STYRK - 41% AF UMBEÐINNI UPPHÆÐ

TILKYNNT UM ÚTHLUTUN ÚTGÁFUSTYRKJA 2016

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú úthlutað 23,3 milljónum króna til 55 verka. Alls bárust 80 umsóknir frá 28 útgefendum og sótt var um tæpar 57 milljónir.

Meðal þeirra 55 verka sem hljóta útgáfustyrki í ár eru Verslunarsaga Íslands, Íslandsbók barnanna, Ljóðasafn Jóns úr Vör, Konur breyttu búháttum, Saga Alþýðuflokksins, Svart og hvítt - Jón Kaldal og Hinsegin saga.

Hér má finna yfirlit yfir alla útgáfustyrki 2016

Upplýsingar um alla styrki sem Miðstöð íslenskra bókmennta veitir má finna hér.

Apr18

VORBÓKATÍÐINDI KOMIN ÚT

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

VORBÓKATÍÐINDI KOMIN ÚT

Í tilefni viku bókarinnar hefur Félag íslenskra bókaútgefenda sent frá sér Vorbókatíðindi 2016.  Í ritinu má finna kynningar á ríflega 130 titlum sem út eru komnir á árinu eða eru væntanlegir á næstu dögum. Vorbókatíðindum verður dreift á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri.

Vefútgáfu Vorbókatíðinda má finna með því að smella hér

Feb10

Afhending Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2015

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Afhending Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2015

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti í dag, miðvikudaginn 10. febrúar, Íslensku bókmenntaverðlaunin 2015, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Auk þess er verðlaunahöfum afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir, hannaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans.

Verðlaunin skiptust  í þrjá flokka og þeir sem að þessu sinni hlutu verðlaunin voru:

 

 

 

 

Jan15

Bókamarkaður 2016 - Reykjavík og Akureyri

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Bókamarkaður 2016 - Reykjavík og Akureyri

Bókamarkaðurinn 2016 verður líkt og undanfarin tvö ár staðsettur undir stóru stúkunni við Laugardalsvöll. Bókamarkaðurinn verður opinn dagana 26. febrúar til 13. mars frá kl. 10:00-21:00.

Áformað er að halda Bókamarkað á Akureyri dagana 23. mars til 4. apríl.

Bókaútgefendum sem vilja koma efni á markaðinn, er bent á að senda línu á bryndis@fibut.is

Munið að Bókamarkaðurinn er við Laugardalsvöll - ekki Laugardalshöll!

Nov20

Bókamessa í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Opið frá kl. 12:00 - 17:00 á laugardag og sunnudag

Bókamessa í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina

Dagana 21.-22 nóvember 2015 verður Bókamessa í Bókmenntaborg haldin í fimmta sinn. Messan verður sem fyrr í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem útgefendur sýna nýjar bækur og boðið verður upp á fjölbreytta bókmenntadagskrá.

Líf og fjör verður í Ráðhúsinu alla helgina. Upplestrar, sögustundir, ljúffengt smakk og óvæntar uppákomur. Þarna gefst fólki einstakt tækifæri til að kynna sér bókaútgáfu ársins á einu bretti, ræða við útgefendur og höfunda, fá hugmyndir að bókum í jólapakkana og skemmtilegu lesefni fyrir sig sjálft.

Húsið er opið milli kl. 12:00 – 17:00 báða dagana. Ekkert kostar inn og eru allir hjartanlega velkomnir.

DAGSKRÁ HELGARINNAR

Nov10

Bókatíðindi 2015

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Aðgengileg á netinu en dreifing hefst 18. nóvember

Bókatíðindi 2015

Bókatíðindin eru nú farin í prentun og er áætlað að dreifing hefjist miðvikudaginn 18. nóvember. Rafræna útgáfan er hins vegar tilbúin og má nálgast hana hér: BOKATIDINDI

Að venju er Bókatíðindum dreift inn á öll íslensk heimili. Þau eru þó ekki borin út til þeirra sem hafna fjölpósti. Hægt er að hafa samband við skrifstofu félagsins og óska eftir að fá Bókatíðindin send sérstaklega. Senda þarf beiðni á fibut@fibut.is með upplýsingum um nafn, heimilisfang og póstnúmer.

 

Nov09

Auglýst eftir umsóknum um þýðingastyrki

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Umsóknarfrestur er til 16. nóvember

Auglýst eftir umsóknum um þýðingastyrki

Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir umsóknum um styrki til þýðinga á íslensku. Umsóknarfrestur er til 16. nóvember 2015. 

Eyðublöð og nánari upplýsingar er að finna hér.

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir tvisvar á ári og þeim er ætlað að styrkja þýðingar sem gera alþjóðlega þekkingu og menningarverðmæti aðgengileg fyrir íslenskt málsamfélag. Leitast er við að styrkja mikilvæg verk úr samtímanum (jafnt bækur almenns efnis og skáldverk) og heimsbókmenntir í víðum skilningi. 

Oct27

Fjöruverðlaunin - frestur til að tilkynna bækur, reglur ofl.

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Tilkynnið bækur fyrir 1. nóvember

Fjöruverðlaunin - frestur til að tilkynna bækur, reglur ofl.

 

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, tilnefna bækur eftir konur til verðlauna í þremur flokkum:

  • fagurbókmenntir
  • fræðibækur og rit almenns eðlis
  • barna og unglingabækur

Skorað er á útgefendur að leggja fram útgáfubækur ársins 2015 í þessa flokka. Þrjú eintök af framlagðri bók þurfa að berast á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda sem fyrst.

 

 

Hvaða bækur koma til greina? 

<<  2 3 4 5 6 [78  >>