Jan15

Bókamarkaður 2016 - Reykjavík og Akureyri

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Bókamarkaður 2016 - Reykjavík og Akureyri

Bókamarkaðurinn 2016 verður líkt og undanfarin tvö ár staðsettur undir stóru stúkunni við Laugardalsvöll. Bókamarkaðurinn verður opinn dagana 26. febrúar til 13. mars frá kl. 10:00-21:00.

Áformað er að halda Bókamarkað á Akureyri dagana 23. mars til 4. apríl.

Bókaútgefendum sem vilja koma efni á markaðinn, er bent á að senda línu á bryndis@fibut.is

Munið að Bókamarkaðurinn er við Laugardalsvöll - ekki Laugardalshöll!

Nov20

Bókamessa í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Opið frá kl. 12:00 - 17:00 á laugardag og sunnudag

Bókamessa í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina

Dagana 21.-22 nóvember 2015 verður Bókamessa í Bókmenntaborg haldin í fimmta sinn. Messan verður sem fyrr í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem útgefendur sýna nýjar bækur og boðið verður upp á fjölbreytta bókmenntadagskrá.

Líf og fjör verður í Ráðhúsinu alla helgina. Upplestrar, sögustundir, ljúffengt smakk og óvæntar uppákomur. Þarna gefst fólki einstakt tækifæri til að kynna sér bókaútgáfu ársins á einu bretti, ræða við útgefendur og höfunda, fá hugmyndir að bókum í jólapakkana og skemmtilegu lesefni fyrir sig sjálft.

Húsið er opið milli kl. 12:00 – 17:00 báða dagana. Ekkert kostar inn og eru allir hjartanlega velkomnir.

DAGSKRÁ HELGARINNAR

Nov10

Bókatíðindi 2015

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Aðgengileg á netinu en dreifing hefst 18. nóvember

Bókatíðindi 2015

Bókatíðindin eru nú farin í prentun og er áætlað að dreifing hefjist miðvikudaginn 18. nóvember. Rafræna útgáfan er hins vegar tilbúin og má nálgast hana hér: BOKATIDINDI

Að venju er Bókatíðindum dreift inn á öll íslensk heimili. Þau eru þó ekki borin út til þeirra sem hafna fjölpósti. Hægt er að hafa samband við skrifstofu félagsins og óska eftir að fá Bókatíðindin send sérstaklega. Senda þarf beiðni á fibut@fibut.is með upplýsingum um nafn, heimilisfang og póstnúmer.

 

Nov09

Auglýst eftir umsóknum um þýðingastyrki

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Umsóknarfrestur er til 16. nóvember

Auglýst eftir umsóknum um þýðingastyrki

Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir umsóknum um styrki til þýðinga á íslensku. Umsóknarfrestur er til 16. nóvember 2015. 

Eyðublöð og nánari upplýsingar er að finna hér.

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir tvisvar á ári og þeim er ætlað að styrkja þýðingar sem gera alþjóðlega þekkingu og menningarverðmæti aðgengileg fyrir íslenskt málsamfélag. Leitast er við að styrkja mikilvæg verk úr samtímanum (jafnt bækur almenns efnis og skáldverk) og heimsbókmenntir í víðum skilningi. 

Oct27

Fjöruverðlaunin - frestur til að tilkynna bækur, reglur ofl.

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Tilkynnið bækur fyrir 1. nóvember

Fjöruverðlaunin - frestur til að tilkynna bækur, reglur ofl.

 

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, tilnefna bækur eftir konur til verðlauna í þremur flokkum:

  • fagurbókmenntir
  • fræðibækur og rit almenns eðlis
  • barna og unglingabækur

Skorað er á útgefendur að leggja fram útgáfubækur ársins 2015 í þessa flokka. Þrjú eintök af framlagðri bók þurfa að berast á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda sem fyrst.

 

 

Hvaða bækur koma til greina? 

Sep29

Bókin í rafheimum

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Er ástæða til að óttast eða fagna?

Bókin í rafheimum

Föstudaginn 2. október, á öðrum degi Lestrarhátíðar í Bókmenntaborg, verður haldið opið málþing um mögulega framtíð bóka á íslensku í stafrænum heimi. Þingið er samstarfsverkefni Rithöfundasambands Íslands, Félags íslenskra bókaútgefenda, Hagþenkis, Landsbókasafns Íslands, Borgarbókasafns Reykjavíkur, Miðstöðvar íslenskra bókmennta og Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO. 

Markmiðið er að skoða stöðuna á íslenskum bókamarkaði og velta vöngum yfir því sem framtíðin gæti borið í skauti sér. Þingið verður haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsog stendur frá kl. 13 – 17. Það er öllum opið og ekkert kostar inn.

Sep16

Íslensku þýðingaverðlaunin

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Tekið er á móti bókum á skrifstofu Fíbút fram til 16. nóvember

Íslensku þýðingaverðlaunin

Dómnefnd sem tilnefnir bækur til Íslensku þýðingaverðlaunanna hefur tekið til starfa og yrði þakklát fyrir að bækur sem þið viljið leggja fram til verðlaunanna skili sér hratt og vel. Félag íslenskra bókaútgefenda hefur ljúfmannlega tekið að sér að hafa milligöngu um að koma bókunum til dómnefndar.

Tilnefningar verða sem endranær kynntar samtímis tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og því eru alsíðustu forvöð að koma bókum í hendur dómnefndar 16. nóvember. Skila skal þremur eintökum á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda.

 

Sep15

Íslensku bókmenntaverðlunin

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Hægt er að leggja fram bækur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2015 til 14. okt. nk.

Íslensku bókmenntaverðlunin

 

Í reglum um Bókmenntaverðlaunin segir m.a.: 

Hver sá sem gefur út bækur á þess kost að tilnefna þær af útgáfubókum sínum sem hann óskar að komi til álita samkvæmt reglum um verðlaunin. Við tilnefningu skal tekið fram hvort um er að ræða;

  • Frumsamin íslensk skáldverk, laust mál eða ljóð, 
  • Önnur íslensk ritverk, fræðirit, frásagnir, handbækur og hver þau verk sem að jafnaði teljast ekki skáldverk eða fagurbókmenntir.  
  • Barna- og ungmennabækur

Framkvæmd verður sú sama og undanfarin ár, þ.e. tilnefndir verða 3 menn til dómnefndarstarfa í hverri nefnd. 
Verðlaunin eru kr. 1.000.000.- fyrir hvern flokk.   

Aug28

Skráning Bókatíðinda hafin

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Síðasti skráningadagur: 14. október 2015

Skráning Bókatíðinda hafin

Félag íslenskra bókaútgefenda annast útgáfu Bókatíðinda, sem dreift er á öll heimili á landinu um miðjan nóvember.  Hér á eftir fylgja nánari upplýsingar og leiðbeiningar um skráningu.

BREYTT BÓKATÍÐINDI 2015

Bókatíðindi 2015  verða óbreytt í uppsetningu frá í fyrra, brotinu verður þó breytt,  verður A4 (21,0x29,7 cm.), dálkar verða áfram tveir á síðu, dálkbreidd 9,25 cm. Á hverri síðu verða 12 bókakynningar. Ekki er gert ráð fyrir auglýsingum í Bókatíðindum 2015 nema á baksíðu.

Fast pláss verður fyrir hverja kynningu og þar með takmörkuð lengd á hverri kynningu, u.þ.b. 300 slög með bilum.  Bókaflokkar verða þeir sömu og á síðasta ári, en þá bættust við flokkar ungmennabóka, þýddra og íslenskra. Þessi bókaflokkur er vel þekktur erlendis frá undir nafninu young adult.

Útgáfuform verða áfram merkt með sérstökum táknum þannig að hver titill er aðeins kynntur einu sinni og þar tekin fram þau útgáfuform sem fáanleg eru, t.d. kilja, innbundin, hljóðbók, rafbók, með gormum, harðspjalda og svo framvegis. Í þeim tilfellum sem mismundandi útgefendur gefa út mismunandi form, t.d. prentaða og hljóðbók, förum við þess á leit að útgefendur skipti með sér kostnaði við birtingu. Sérstakir flokkar rafbóka og hljóðbóka falla því niður, en þær verða þó listar sérstaklega aftast í titlaskrá líkt og í fyrra.

May18

Styrkir vegna útgáfu myndríkra bóka um sögu Reykjavíkur

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Styrkir vegna útgáfu myndríkra bóka um sögu Reykjavíkur

Útgefendur myndríkra bóka sem tengdar eru sögu og menningu í Reykjavík geta sótt um styrk til niðurgreiðslu á kostnaði vegna kaupa á myndum til birtingar frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur skv. gjaldskrá og magntilboðum safnsins. Styrkirnir eru vegna útgáfu bóka sem koma út á árinu 2015 eða í ársbyrjun 2016. Styrkirnir eru aðgerð í kjölfar menningarstefnu Reykjavíkurborgar sem miðar m.a. að því að hlúa að varðveislu menningararfleifðar og hvetja til miðlunar hennar. Þriggja manna dómnefnd skipuð tveimur starfsmönnum Borgarsögusafns Reykjavíkur og skrifstofustjóra menningarmála metur umsóknir.
Í umsókn komi fram nauðsynlegar upplýsingar um umsækjanda ásamt lýsingu á fyrirhugaðri útgáfu og verðáætlun Ljósmyndasafns Reykjavíkur vegna afgreiðslu ljósmynda í höfundarétti sem bera birtingagjald skv. gjaldskrá safnsins. Umsókn merkt ,,Myndrík bók um sögu Reykjavíkur“ berist á netfangið menning@reykjavik.is. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 12. júní.

<<  3 4 5 6 7 [89  >>