Aug28

Skráning Bókatíðinda hafin

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Síðasti skráningadagur: 14. október 2015

Skráning Bókatíðinda hafin

Félag íslenskra bókaútgefenda annast útgáfu Bókatíðinda, sem dreift er á öll heimili á landinu um miðjan nóvember.  Hér á eftir fylgja nánari upplýsingar og leiðbeiningar um skráningu.

BREYTT BÓKATÍÐINDI 2015

Bókatíðindi 2015  verða óbreytt í uppsetningu frá í fyrra, brotinu verður þó breytt,  verður A4 (21,0x29,7 cm.), dálkar verða áfram tveir á síðu, dálkbreidd 9,25 cm. Á hverri síðu verða 12 bókakynningar. Ekki er gert ráð fyrir auglýsingum í Bókatíðindum 2015 nema á baksíðu.

Fast pláss verður fyrir hverja kynningu og þar með takmörkuð lengd á hverri kynningu, u.þ.b. 300 slög með bilum.  Bókaflokkar verða þeir sömu og á síðasta ári, en þá bættust við flokkar ungmennabóka, þýddra og íslenskra. Þessi bókaflokkur er vel þekktur erlendis frá undir nafninu young adult.

Útgáfuform verða áfram merkt með sérstökum táknum þannig að hver titill er aðeins kynntur einu sinni og þar tekin fram þau útgáfuform sem fáanleg eru, t.d. kilja, innbundin, hljóðbók, rafbók, með gormum, harðspjalda og svo framvegis. Í þeim tilfellum sem mismundandi útgefendur gefa út mismunandi form, t.d. prentaða og hljóðbók, förum við þess á leit að útgefendur skipti með sér kostnaði við birtingu. Sérstakir flokkar rafbóka og hljóðbóka falla því niður, en þær verða þó listar sérstaklega aftast í titlaskrá líkt og í fyrra.

May18

Styrkir vegna útgáfu myndríkra bóka um sögu Reykjavíkur

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Styrkir vegna útgáfu myndríkra bóka um sögu Reykjavíkur

Útgefendur myndríkra bóka sem tengdar eru sögu og menningu í Reykjavík geta sótt um styrk til niðurgreiðslu á kostnaði vegna kaupa á myndum til birtingar frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur skv. gjaldskrá og magntilboðum safnsins. Styrkirnir eru vegna útgáfu bóka sem koma út á árinu 2015 eða í ársbyrjun 2016. Styrkirnir eru aðgerð í kjölfar menningarstefnu Reykjavíkurborgar sem miðar m.a. að því að hlúa að varðveislu menningararfleifðar og hvetja til miðlunar hennar. Þriggja manna dómnefnd skipuð tveimur starfsmönnum Borgarsögusafns Reykjavíkur og skrifstofustjóra menningarmála metur umsóknir.
Í umsókn komi fram nauðsynlegar upplýsingar um umsækjanda ásamt lýsingu á fyrirhugaðri útgáfu og verðáætlun Ljósmyndasafns Reykjavíkur vegna afgreiðslu ljósmynda í höfundarétti sem bera birtingagjald skv. gjaldskrá safnsins. Umsókn merkt ,,Myndrík bók um sögu Reykjavíkur“ berist á netfangið menning@reykjavik.is. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 12. júní.

May07

Stefnumót í Montreal

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Stefnumót í Montreal

Útgefendum gefst kostur á að sækja um þátttöku í Rendez-vous, stefnumóti útgefenda í Montreal, Kanada. Dagskráin fer fram 17.-22. nóvemeber, á sama tíma og bókamessan í Montreal. 10 erlendum útgefendum verður boðin þátttaka, greitt er fyrir gistingu og ferðakostnað. 

Nánari upplýsingar má finna á: UPPLÝSINGAR

Umsóknareyðublað má finna hér: UMSÓKNAREYÐUBLAÐ

 

<<  4 5 6 7 8 [9