Þátttaka - framlagðar bækur

Í reglum um Bókmenntaverðlaunin segir m.a.: 
Hver sá sem gefur út bækur á þess kost að tilnefna þær af útgáfubókum sínum sem hann óskar að komi til álita samkvæmt reglum um verðlaunin. Við tilnefningu skal tekið fram hvort um er að ræða;

A.    Frumsamin íslensk skáldverk, laust mál eða ljóð

B.    Önnur íslensk ritverk, fræðirit, frásagnir, handbækur og hver þau verk sem að jafnaði teljast ekki skáldverk eða fagurbókmenntir.  

C.    Barna- og ungmennabækur

Framkvæmd verður sú sama og undanfarin ár, þ.e. tilnefndir verða 3 menn til dómnefndarstarfa í hverri nefnd.  Verðlaunin eru kr. 1.000.000.- fyrir hvern flokk.   

Tilkynnið bækur vegna verðlaunanna sem fyrst og eigi síðar en 8. október nk. 

Tilkynna skal skrifstofu félagsins um framlagðar bækur eigi síðar en 8. október 2018 á fibut@fibut.is. Gjald fyrir framlagðar bækur er 33.500 kr.  Skila skal þremur eintökum af framlögðum verkum og má eins og áður á fyrsta stigi leggja fram handrit eða prófarkir. Koma skal  bókum til skrifstofu félagsins, Barónsstíg 5, 101 Reykjavík.

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fara fram í fyrstu viku desember og afhending verðlaunanna sjálfra eigi síðar en 15. febrúar.
Nánari upplýsingar um bókmenntaverðlaunin fást á skrifstofu félagsins í síma 511-8020 eða á netfangið fibut@fibut.is