Feb11

Aðalfundur Félags íslenskra bókaútgefenda

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

Ráðherra heimsótti fundinn og ný stjórn var kynnt

Aðalfundur Félags íslenskra bókaútgefenda fór fram á Nauthóli föstudaginn 8. febrúar. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hóf fundinn með stormandi ræðu um mikilvægi íslenskrar bókaútgáfu. Því næst tóku við hefðbundin aðalfundarstörf. Formaður félagsins minntist Sigurðar Svavarssonar og ný stjórn félagsins var kynnt. Í stjórn félagsins á komandi starfsári sitja Heiðar Ingi Svansson, formaður, Anna Lea Friðriksdóttir, Birgitta Elín Hassell, Egill Örn Jóhannsson, Guðrún Vilmundardóttir, Jónas Sigurgeirsson, María Rán Guðjónsdóttir sem nú kemur ný inn í stjórn, Ólöf Dagný Óskarsdóttir, Pétur Már Ólafsson, Stefán Hjörleifsson og Tómas Hermannsson.