Aug24
Bókamessa í Bókmenntaborg
18.-19. nóvember í Hörpu
Árleg Bókamessa Félags íslenskra bókaútgefenda og Bókmenntaborgar verður haldin í Hörpu 18.-19. nóvember næstkomandi.
Allir bókaútgefendur sem gefa út bækur á þessu ári, geta sótt um þátttöku. Verðskrá fyrir sýningaraðstöðu og nánari upplýsingar má nálgast á skrifstofu FIBUT á netfangið bryndis@fibut.is
Skrifstofa Bókmenntaborgar annast bókmenntadagskrá hátíðarinnar, senda má tillögur að dagskrárliðum á bokmenntaborgin@reykjavik.is