Sep24

Íslensku bókmenntaverðlaunin

Höfundur Félag íslenskra bókaútgefenda

Skráning hafin á framlögðum verkum

 

Félag íslenskra bókaútgefenda hefur hafið skráningu á framlögðum verkum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.  Þátttaka er öllum útgefendum opin en skilyrði er að framlagðar bækur séu útgefnar árið 2019. Gjald fyrir hvert framlagt verk er kr. 35.000. Verðlaunin eru ein milljón fyrir verðlaunaverk hvers flokks. 

Tilkynnið bækur vegna verðlaunanna sem fyrst og eigi síðar en 10. október nk. á netfangið fibut@fibut.is

Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum og við tilnefningu skal tekið fram hvort um er að ræða:

  • Frumsamið íslenskt skáldverk, laust mál eða ljóð, fyrir fullorðna.
  • Annað íslenskt ritverk, fræðirit, frásagnir, handbækur fyrir fullorðna og hver þau verk sem að jafnaði teljast ekki skáldverk eða fagurbókmenntir.
  • Frumsamið íslenskt verk fyrir börn og ungmenni.

Skila skal þremur eintökum af framlögðum verkum og má eins og áður á fyrsta stigi leggja fram handrit eða prófarkir. Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fara fram fyrsta desember og afhending verðlaunanna sjálfra eigi síðar en 15. febrúar 2020.

Nánari upplýsingar um bókmenntaverðlaunin fást á skrifstofu félagsins.