Aug15

Framlagning bóka til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans

Categories // Frontpage Blog

Frestur til að tilkynna bækur til framlagningar er til og með 16. október

 

Útgefendur eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna bækur til framlagningar hér.

Dómnefndareintök:
Skila þarf þemur endanlega fullbúnum eintökum framlagðra bóka fyrir dómnefnd til eignar fyrir 1. desember. Þetta á einnig við þó að handriti hafi þegar verið komið til dómnefndar á öðru formi. Skila þarf fjórum fullbúnum eintökum til viðbótar fyrir lokadómnefnd, hljóti bók tilnefningu. Dómnefndareintök eru hluti af þátttökukostnaði og ekki endurkræf. Tekið er við dómnefndareintökum á skrifstofu félagsins, Barónsstíg 5, 2. hæð. 
 
Verðskrá vegna framlagningar bóka til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans:
  Fullbúnar bækur, útprentað handrit eða PDF skjal*, afhent fyrir dagslok 30. september kr. 30.000
  Fullbúnar bækur, útprentað handrit eða PDF skjal*, afhent fyrir dagslok 31. október kr. 40.000
  Fullbúnar bækur, útprentað handrit eða PDF skjal*, afhent fyrir dagslok 17. nóvember kr. 60.000
 
*Óski einhver úr dómnefnd eftir að fá PDF skjalið útprentað frekar en að lesa af skjá verður þeirri beiðni komið til útgefenda sem þá fá beiðni um að skila jafnframt inn útprentuðu handriti fyrir viðkomandi. Annars er óhætt að spara pappírinn og senda PDF. Farið verður yfir gagnatrúnað með dómnefndum.

Frestur til að tilkynna bækur til framlagningar er til og með 16. október 2023.

No video selected.