Sep16

Bókatíðindi, Íslensku bókmenntaverðlaunin, Blóðdropinn og Bókahátíð í Hörpu

Bókatíðindi
Útgefendur eru  minntir á að frestur til skráninga í prentútgáfu Bókatíðinda er til 30. september 2024. Útgefendur geta sótt um aðgang að skráningu í prentuðu og rafrænu útgáfuna á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með upplýsingum um nafn útgáfu eða útgefanda, kennitölu og símanúmeri. 
Verð pr. birtingu í rafrænu útgáfunni er kr. 13.000 + vsk.
Verð pr. birtingu í prentútgáfunni er kr. 21.000 + vsk.
Verð fyrir birtingu í prent- og rafútgáfu kr. 34.000 + vsk
 
Bókmenntaverðlaun
Skráning á framlögðum verkum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans 2024 stendur yfir til 16. október. Sjá nánari upplýsingar á skráningasíðu hér: Skráning framlagðra verka
 
 
 
 
Bókahátíð í Hörpu
Helgina 16.-17. nóvember verður Bókahátíð í Hörpu frá kl. 11-17 báða dagana.  Lesendur koma til að hitta höfunda og útgefendur, nýjar bækur eru seldar á góðu verði og upplestrardagskrá fyrir börn og fullorðna frá kl. 12 -17 báða daga.
Útgefendum nýrra bóka býðst að vera með stand á hátíðinni á meðan pláss leyfir, minnsta mögulega einingin kostar 55.000 + vsk og samanstendur af tveimur eins metra veggjum sem mynda „V“ , einum barstól og einu eins metra breiðu afgreiðsluborði.
Skráning fyrir litlum stöndum fer fram hér og lýkur 1. nóvember: https://forms.gle/xmNMxb2owzWopRdr7
Hafir þú áhuga á stærri stand þá vinsamlegast hafðu samband við okkur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Frestur til skráningar er til 1. nóvember 2024.
Sep09

Bókamarkaðurinn á Akureyri

Lestur þjálfar læsi

Bókamarkaðurinn á Akureyri hefst 10. september að Óseyri 18, 603 Akureyri. Opið verður alla daga frá kl. 10-18. Markaðurinn stendur til og með laugardagsins 28. september.

Hér má finna pöntunarlista: Pöntunarlisti AEY 2024

Jul18

Vilt þú starfa í dómnefnd Íslensku bókmenntaverðlaunanna eða Blóðdropans?

Skráning umsækjenda til setu í dómnefndum Íslensku bókmenntaverðlaunanna og glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans er hafin. Leitað er eftir fullorðnu fólki á öllum aldri með þekkingu og brennandi áhuga á bókmenntum, fjölbreyttan bakgrunn og menntun auk mikils tíma til lesturs. Starfstímabilið er frá 1. september til 1. desember 2024. 
 
Tekið er á móti umsóknum til og með 15. ágúst nk. á þessum hlekk: Skráning umsókna
 
Mikilvægt er að umsækjendur hafi góðan tíma til lesturs og hafi jafnframt aðstöðu til þess að lesa bækur á rafrænu formi. Reikna má með að hverri nefnd berist á bilinu 20-60 bækur. Auk þóknunar fá nefndarmenn allar framlagðar bækur í sínum flokki til eignar.
 
Athugasemdir og fyrirspurnir má senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Jan31

Íslensku bókmenntaverðlaunin og Blóðdropinn 2023

afhent á Bessastöðum 31. janúar 2024

Íslensku bókmenntaverðlaunin og Blóðdropinn 2023

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti í dag, miðvikudaginn 31. janúar, Íslensku bókmenntaverðlaunin og Íslensku glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum og í beinni útsendingu á RÚV.

Verðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Nýr verðlaunagripur, Blængur, blásvartur hrafn steyptur í kopar, eftir myndlistarmanninn Matthías Rúnar Siguðrsson, verður afhentur verðlaunahöfum Íslensku bókmenntaverðlaunanna í fyrsta sinn.

Blóðdropann hlaut að þessu sinni:
Eva Björg Ægisdóttir
Heim fyrir myrkur
Útgefandi: Veröld
 
Umsögn lokadómnefndar:
Heim fyrir myrkur er grípandi sálfræðitryllir sem erfitt er að leggja frá sér. Andrúmsloft óhugnaðar og dulúðar er listilega byggt upp og grunsemdum og efa sáð jöfnum höndum í huga lesanda. Sögusviðið er lifandi og vel er unnið úr sögulegum atburðum í bakgrunni frásagnarinnar. Þessi samfélagslegi vinkill, sem snertir á sögu vistheimila á Íslandi, er fléttaður við fjölskyldudrama og hversdagslíf ungs fólks í borgfirsku dreifbýli upp úr miðri síðustu öld og úr verður sannfærandi og afar spennandi frásögn með fjölbreyttu og breysku persónugalleríi. Frásagnaraðferðin er áhugaverð og ísmeygilega unnið með fyrstu persónu sjónarhorn söguhetju sem berst við að ráða í atburði, drauma og flókinn veruleika í nútíð og fortíð um leið og lesandinn berst við hrollinn sem læðist að honum og grípur hann sífellt fastari tökum.
 
Íslensku bókmenntaverðlaunin skiptast  í þrjá flokka og þeir sem að þessu sinni hlutu verðlaunin voru:
 
Barna- og ungmennabækur:
Gunnar Helgason og Rán Flygenring, myndhöfundur
Alexander Daníel Hermann Dawidsson: Bannað að drepa
Útgefandi: Mál og menning
 
Umsögn lokadómnefndar:
Í þessari þriðju bók í seríunni um Alexander er tekist á við stórar spurningar eins og titillinn ber með sér. Stríðsátök, sorg og missir eru í brennidepli en sagan hverfist um nýjan félaga Alexanders, Vola frá Úkraínu. Þessi flóknu málefni eru tækluð með húmor og hlýju þar sem sjónarhorn barnsins ræður för og lesandinn verður virkur þátttakandi í vangaveltum Alexanders. Þar tvinnast vel saman alþjóðlegur atburður og áhrif hans á líf venjulegs fólks á átakasvæðinu og hér heima á Íslandi. Þrátt fyrir grafalvarlegt söguefnið einkennist sagan af leiftrandi frásagnargleði, sem fjörlegar myndir Ránar Flygenring ýta svo enn frekar undir. Eins og í fyrri bókunum er persónusafnið fjölbreytt og litríkt og atburðarásin er spennandi. Bannað að drepa er bók sem er skrifuð af skilningi á hugarheimi barna og virðingu fyrir margbreytileika mannlífsins. Hún veitir ekki endilega einhlít svör við öllum spurningum en býður svo sannarlega upp á lifandi samræður barna og fullorðinna sem lesa hana saman. 
 
Fræðibækur og rit almenns efnis:
Haraldur Sigurðsson
Samfélag eftir máli: Bæjarskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi.
Útgefandi: Sögufélag
 
Umsögn lokadómnefndar:
Samfélag eftir máli er yfirgripsmikið verk um sögu og þróun skipulagsmála á Íslandi, einkum í Reykjavík. Ritið byggir á langri og ítarlegri rannsóknarvinnu höfundar, framsetningin er aðgengileg og textinn einkar lipur. Skipulagsfræðin eru sett í samhengi við hugmyndasögu hvers tíma, svo og atvinnu- og lýðræðisþróun, einkum á vesturlöndum, og vísanir í íslenskar og alþjóðlegar bókmenntir og listir þétta verkið og gefa því breiðari skírskotun. Höfundur segir hlutlægt frá, en er gagnrýninn á stefnur og strauma og minnir lesendur oft á að engin algild sannindi eru til í þessum fræðum. Samfélag eftir máli er afar áhugaverð bók um manngert umhverfi okkar, sem skiptir sköpum fyrir samfélagsþróunina, umhverfismál og persónulega líðan okkar allra. Hún á erindi jafnt til fagfólks og almennings, er fagurlega hönnuð og ljóst að hugað er að umhverfisþáttum við gerð hennar.
 
Skáldverk:
Steinunn Sigurðardóttir
Ból
Útgefandi: Mál og menning
 
Umsögn lokadómnefndar:
Ból er efnismikil saga þrátt fyrir að bókin sé ekki ýkja löng. Viðfangsefnið er ástin í öllum sínum fjölbreyttu myndum, en líka missir, tengsl og tengslaleysi, hvort sem er við sjálfa sig eða aðra, umhverfi sitt og náttúru. Ferðalag söguhetjunnar rammar inn frásögnina sem um leið verður innri ferð hennar og uppgjör við lífið. Það er margt sem kraumar undir, líkt og í náttúrunni sem býr sig undir að gjósa, en ferðinni er heitið heim í unaðsreit fjölskyldunnar, Ból, sem er um það bil að verða náttúruöflunum að bráð. Steinunn vefur blæbrigðaríkan textavef sem heldur lesandanum föngnum allt frá upphafi, sagan snertir við honum og tilfinningarnar malla lengi eftir að lestrinum lýkur. Hið ósagða er oft jafn afhjúpandi og það sem sagt er og, líkt og í fyrri verkum Steinunnar, er leikandi írónía í bland við myndríka ljóðrænu einkennismerki textans. Þótt Ból sé að vissu leyti heimsendasaga ræður fegurðin för og það er hún sem situr fastast eftir.
Jan03

Bókamarkaðurinn á Laugardalsvelli

29. febrúar - 17. mars

Bókamarkaðurinn á Laugardalsvelli

Bókamarkaðurinn á Laugardalsvelli verður starfræktur dagana 29. febrúar til 17. mars og verður opinn alla daga frá kl. 10 -  21.

Útgefendum sem áhuga hafa á þátttöku er bent á að hafa samband við félagið á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að óska eftir skráningu. Tekið er á móti nýjum skráningum fram til 5. febrúar.

Dec01

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans voru kynntar við hátíðlega athöfn í Eddu, föstudaginn 1. desember.

Eftirfarandi höfundar eru tilnefndir til Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans:

Steindór Ívarsson
Blóðmeri
Útgefandi: Storytel og Sögur útgáfa

Spennandi frásögn af rannsókn á dularfullum og óhugnanlegum morðum í Reykjavík nútímans, sem tengjast ódæðisverki í fortíðinni. Vel er sagt frá framvindu rannsóknarinnar og hvernig ógnvekjandi atburðir grípa inn í hversdagstilveru fólks, sem virðist ofurvenjulegt. Spennunni er haldið fram á síðustu blaðsíðu.

Stefán Máni
Borg hinna dauðu
Útgefandi: Sögur útgáfa

Vel heppnaður spennutryllir þar sem ein litríkasta persóna íslenskra glæpasagna leysir úr flóknu sakamáli í kappi við tímann. Sögunni vindur áfram með myndrænum og áreynslulausum hætti. Sjónarhorninu er einnig beint að óþolandi þjóðfélagsmeini og krefjandi fjölskyldulífi lögreglumannsins. Afraksturinn er vönduð glæpasaga sem heldur lesandanum á tánum frá upphafi til enda.

Eva Björg Ægisdóttir
Heim fyrir myrkur
Útgefandi: Veröld

Vel sögð saga með fjölbreyttu, breysku persónugalleríi og slunginni atburðarás. Sögusviðið er áhugavert og sagan er í senn glæpa- og spennusaga, sálfræðitryllir, fjölskyldudrama og íslensk samfélagslýsing á seinni hluta síðustu aldar. Höfundur sáir fjölda efasemda í hug lesanda þannig að hann grunar allt og alla söguna á enda.

Skúli Sigurðsson
Maðurinn frá São Paulo
Útgefandi: Drápa

Nýstárleg saga þar sem sögulegum atburðum og raunverulegum persónum úr mesta hildarleik sögunnar er fléttað saman við íslenskt samfélag á 8. áratug siðustu aldar. Höfundur vandar vel til verka og sagan hefur yfir sér trúverðugan blæ þrátt fyrir að atburðarásin sé framandi. Spennandi og grípandi frásögn, sem lesandinn getur vart lagt frá sér fyrr en ráðgátan leysist.

Arnaldur Indriðason
Sæluríkið
Útgefandi: Vaka Helgafell

Firnagóð flétta þar sem þræðir spillingar við úrlausn gamals morðmáls vefast saman við tortryggni kaldastríðsáranna og manndráps í nútímanum. Umhverfis- og samfélagslýsingar áhrifaríkar og persónusköpun hreint afbragð.

Dómnefnd skipuðu: Björn Ingi Óskarsson, Kristján Sigurjónsson, formaður dómnefndar, og Mjöll Snæsdóttir.

Eftirfarandi höfundar eru tilnefndir í flokki barna- og ungmennabóka:

Gunnar Helgason og Rán Flygenring myndhöfundur
Bannað að drepa
Útgefandi: Mál og menning

Stórkostlega fyndin, einlæg og átakanleg frásögn sem spilar á allan tilfinningaskalann. Sagan, sem tekur áreynslulaust á málefnum líðandi stundar, er skemmtilega myndlýst, auðlesin og persónusköpun höfundar einstök.

Vísindalæsi - Hamfarir
Sævar Helgi Bragason og Elías Rúni myndhöfundur
Útgefandi: JPV útgáfa

Hnyttin og fræðandi bók um áhrifamátt hamfara, svo sem tilurð tungls og jarðar, þróun súrefnis og örlög risaeðla. Einstaklega vel myndlýst frásögn sem hvetur til umhugsunar um örlög jarðarinnar og hvort við getum enn haft einhver áhrif.  

Hildur Knútsdóttir
Hrím
Útgefandi: JPV útgáfa

Vel skrifuð og heillandi þroskasaga sem fjallar um erfiða lífsbaráttu, hugrekki, ástina og trúna á sjálfan sig í heimi sem er svo nálægt okkur en samt svo fjarri. Höfundur býr til mjög trúverðugan hugarheim og tekst að halda lesandanum spenntum frá upphafi til enda.

Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir
Mömmuskipti
Útgefandi: Mál og menning

Frumleg saga sem fjallar á meinfyndinn en einlægan hátt um líf barna hinna svokölluðu áhrifavalda. Hvers virði er einkalífið? Er hægt að setja það upp í súlurit og kökur?  Hve mikið ætlum við að láta snjalltækin stjórna lífi okkar?

Embla Bachmann
Stelpur stranglega bannaðar!
Útgefandi: Bókabeitan

Einföld en áhrifarík saga sem fjallar á lipran hátt um flóknar tilfinningar. Dásamleg og djúp persónusköpun með skemmtilegum lýsingum sem hrífa lesandann með sér. Glæsileg frumraun höfundar.

Dómnefnd skipuðu: Ásgerður Júlíusdóttir, Hjalti Freyr Magnússon, formaður dómnefndar, og Hrönn Sigurðardóttir Erludóttir.

Eftirfarandi höfundar eru tilnefndir í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:

Þórður Helgason
Alþýðuskáldin á Íslandi - Saga um átök
Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag

Tímamótaverk og mikill fróðleikur saman dreginn um efni sem hefur ekki mikið verið fjallað um til þessa. Vel skrifuð bók.

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg - Baráttusaga Guðrúnar Jónsdóttur
Útgefandi: Vaka Helgafell

Áhrifarík bók þar sem Guðrún hlífir hvorki sjálfri sér né öðrum. Skrifuð af ástríðu fyrir efninu og fjallar um ævistarf konu í þágu kvenna.

Elsa E. Guðjónsson og Lilja Árnadóttir
Með verkum handanna - Íslenskur refilsaumur fyrri alda
Útgefandi: Þjóðminjasafn Íslands

Glæsileg bók og ríkulega myndskreytt. Fallegt og veglegt rit sem vitnar um ríkt menningarstarf kvenna á fyrri tímum. Í bókinni er fjallað á greinargóðan hátt um þann stórbrotna menningararf sem klæðin eru. 

Haraldur Sigurðsson
Samfélag eftir máli - Bæjarskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi
Útgefandi: Sögufélag

Glæsilegt verk þar sem höfundi tekst að fjalla um breytinguna úr sveit í borg á aðgengilegan og læsilegan hátt. Vandað yfirlitsverk um skipulagsmál.

Guðmundur Magnússon
Séra Friðrik og drengirnir hans – Saga æskulýðsleiðtoga
Útgefandi: Ugla útgáfa

Yfirgripsmikil bók sem byggir á ítarlegri rannsóknarvinnu og skoðun á viðamiklum skjala og bréfasöfnum. Höfundur lætur heimildirnar tala sínu máli og lætur lesanda eftir að draga ályktanir.

Dómnefnd skipuðu: Bessý Jóhannsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður dómnefndar og Þorvaldur Sigurðsson.

Eftirfarandi höfundar eru tilnefndir í flokki skáldverka:

Steinunn Sigurðardóttir
Ból
Útgefandi: Mál og menning

Margslungin, þétt og spennandi örlagasaga. Djúpri sorg og söknuði er lýst af einstakri næmni og listfengi. Persónusköpunin er einkar vel heppnuð og tengingu manns og náttúru gerð skil á athyglisverðan hátt. Ólgandi tilfinningar persóna eiga sér samhljóm í náttúruöflunum þegar sár leyndarmál koma í ljós.

Auður Ava Ólafsdóttir
DJ Bambi
Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Áhrifamikil skáldsaga skrifuð af miklu næmi og innsæi. Höfundur veltir upp heimspekilegum tilvistarspurningum af  mennsku og hlýju. Ljóðrænn textinn er hrífandi fallegur og kíminn. Persónurnar eru eftirminnilegar og smeygja sér inn í hjörtu lesenda. Leikandi létt, listræn og hugmyndarík saga um óvænt kraftaverk hversdagslífsins á línunni milli lífs og dauða.

Bjarni M. Bjarnason
Dúnstúlkan í þokunni
Útgefandi: Veröld

Vel uppbyggð og fallega skrifuð söguleg skáldsaga. Höfundi tekst að skapa dulúð og heillandi heim þar sem allt getur gerst. Frumlegur söguþráður og skemmtileg tengsl við galdratrú fortíðarinnar og íslenskan þjóðsagnaarf. Persónur eru trúverðugar og sagan bæði áhrifamikil og eftirminnileg.

Vilborg Davíðsdóttir
Land næturinnar
Útgefandi: Mál og menning

Vel skrifuð, þrælspennandi og áhugaverð bók. Heimildavinna skilar lifandi lýsingu á menningu, lífsháttum og ferðum fornmanna sem hrífur lesanda með sér. Vilborg sækir í íslenskan sagnabrunn og má segja að Land næturinnar sé kóróna á sérlega vönduðu höfundarverki undanfarna áratugi.

Eiríkur Örn Norðdahl
Náttúrulögmálin
Útgefandi: Mál og menning

Söguleg skáldsaga, full af húmor og skrifuð af mikilli orðgnótt. Söguna einkennir rífandi frásagnargleði, listfengi í stíl og frumlegur söguþráður. Þrátt fyrir fjörið og léttleikann er hér tekist á við stórar heimspekilegar spurningar svo úr verður innhaldsríkt og eftirtektarvert skáldverk.

Dómnefnd skipuðu: Guðrún Eiríksdóttir, Hlynur Páll Pálsson  og Steingerður Steinarsdóttir sem jafnframt var formaður dómnefndar.

Nov22

Bókahátíð í Hörpu 25.-26. nóvember

Dagskrá

Bókahátíð í Hörpu 25.-26. nóvember

Bókahátíð í Hörpu 25.-26. nóvember

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setur hátíðina kl. 11.45 á laugardeginum undir hljóðfæraleik Skólahljómsveitar Vesturbæjar, Miðbæjar og Hlíða. Auk kynninga útgefenda og höfunda þá verður boðið upp á veglega upplestrardagskrá fyrir börn og fullorðna þar sem lesið verður upp úr 90 bókum. Klói heimsækir hátíðina kl. 11.30 báða dagana og öll börn fá kókómjólk og Andrés blað. Einnig verður örnámskeið í origami, klippimyndasmiðja, jólakúluhekl, eplakleinuhringjagerð, prjónasmiðja, bassaleikur og myndhöfundarnir Brian Pilkington og Linda Ólafsdóttir teikna myndir í anda nýútkominni bóka svo eitthvað sé nefnt.  Þá verður einnig boðið upp á göngu frá Hörpu kl. 14 á sunnudeginum með höfundum bókarinnar Reykjavík sem aldrei varð. Aðgangur ókeypis.

 

Upplestrardagskrá laugardaginn 25. nóvember

Norðurbryggju - barnadagskrá í Flóa:

 

Klukkan 12-13

Ragnheiður Gestsdóttir: Steinninn

Einar Már Guðmundsson: Því dæmist rétt vera

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir: Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg: Báráttusaga Guðrúnar Jónsdóttur

Einar Kárason: Heimsmeistari

Kristbjörn Helgi Björnsson: Veislumatur landnámsaldar

Ingi Markússon/ Haraldur Ari Stefánsson les: Svikabirta

Klukkan 13-14

Guðmundur Magnússon: Séra Friðrik og drengirnir hans

Harpa Rún Kristjánsdóttir: Vandamál vina minna

Þórdís Gísladóttir: Aksturslag innfæddra

Eva Björg Ægisdóttir: Heim fyrir myrkur

Sverrir Norland: Kletturinn

Guðmundur S. Brynjólfsson: Hrópað úr tímaþvottavélinni

Barnadagskrá í barnahorni fyrir 2+

Guðný Anna Annasdóttir: Lindís og kafbátaferðin

Joana Estrela, Sverrir Norland þýðandi: Strákur eða stelpa?

Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir: Úlfur og Ylfa - ævintýradagurinn

Benný Sif og Linn Janssen: Einstakt jólatré

Annie Mist Þórisdóttir: Hver er leiðin?

Klukkan 14-15

Skúli Sigurðsson: Maðurinn frá São Paulo

Helga Soffía Einarsdóttir: Miðnætti í Litlu jólabókabúðinni, Jenny Colgan

Vigdís Grímsdóttir: Ævintýrið

Henrik Geir Garcia: Læknir verður til

Nanna Rögnvaldardóttir: Valskan

Valur Gunnarsson: Stríðsbjarmar – Úkraína og nágrenni á átakatímum

Barnadagskrá í barnahorni fyrir 5+

Aldís Guðrún Gunnarsdóttir: Trölli litli og skilnaður foreldra hans

Ragnheiður Gestsdóttir: Jólaljós

Ingibjörg Valsdóttir: Að breyta heiminum

Sævar Helgi Bragason: ÚPS! Mistök sem breyttu heiminum

Klukkan 15-16

Páll Biering: Sjálfshjálparbók hjálparstarfsmannsins - minningar/fræði

Sigrún Pálsdóttir: Men: Vorkvöld í Reykjavík

Friðgeir Einarsson: Serótónínendurupptökuhemlar

Jakub Stachowiak: Stjörnufallseyjur

Bára Baldursdóttir: Kynlegt stríð - Ástandið í nýju ljósi

Jón Atli Jónasson: Eitur

Barnadagskrá í barnahorni fyrir 8+

Eva Rún Þorgeirsdóttir: Hættuför í huldubyggð

Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir: Mömmuskipti

Björk Jakobsdóttir: Eldur

Gunnar Helgason: Bannað að drepa

Hjalti Halldórsson: Lending

Klukkan 16-17

Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring: Álfar

Bergþóra Snæbjörnsdóttir: Duft – Söfnuður fallega fólksins

Bragi Páll Sigurðarson: Kjöt

Katrín Snorradóttir og Valdimar Tryggvi Hafstein: Sund

Ófeigur Sigurðsson: Far heimur, far sæll

Sölvi Björn Sigurðsson: Melankólía vaknar / Anatómía fiskanna

Barnadagskrá í barnahorni fyrir 13+

Hildur Knútsdóttir: Hrím

Kristín Björg Sigurvinsdóttir: Dulstafir 3 : Orrustan um Renóru

Margrét Tryggvadóttir: Stolt

 

Upplestrardagskrá sunnudaginn 26. nóvember

Á Norðurbryggju og barnadagskrá í Flóa:

 

Klukkan 12-13

Vilborg Davíðsdóttir: Land næturinnar

Kristinn S. Óli Haraldss. (Króli): Maður lifandi

Þórdís Helgadóttir: Armeló

Gyrðir Elíasson: Dulstirni / Meðan glerið sefur

Elín Hirst: Afi minn stríðsfanginn

Bjarni M. Bjarnason: Dúnstúlkan í þokunni

Klukkan 13-14

Árni Óskarsson - þýðandi: Blómaskeið ungfrú Jean Brodie e. Muriel Spark

Aðalheiður Halldórsdóttir: Taugatrjágróður

John Milton, Jón Erlendsson þýðandi, Ástráður Eysteinsson les: Paradísarmissir

Sigmundur Ernir Rúnarsson: Í stríði og friði fréttamennskunnar

Kristín Ómarsdóttir: Móðurást: Oddný

Alexander Dan: Hrímland – Seiðstormur

Barnadagskrá í barnahorni fyrir 2+

Huginn Þór Grétarsson: Dýrlegt ímyndunarafl

Jessica Love, Ragnhildur Guðmundsdóttir þýðandi: Júlían í brúðkaupinu

Kristín Helga Gunnarsdóttir: Obbuló í Kósímó

Alexandra Dögg Steinþórsdóttir: Mér líst ekkert á þetta

Birgitta Haukdal: Lára missir tönn og Söngbók Láru

Klukkan 14-15

Sigrún Alba Sigurðardóttir: Sumarblóm og heimsins grjót

Jóna Ingibjörg Bjarnadóttir: Hlutskipti - saga þriggja kynslóða

Jónína Leósdóttir: Þvingun

Kristján Hrafn Guðmundsson: Vöggudýrabær

Auður Ava: DJ Bambi

Heiðrún Ólafsdóttir þýðandi: Blómadalur - skáldsaga eftir Niviaq Korneliussen

Barnadagskrá í barnahorni fyrir 5+

Ásrún Magnúsdóttir: Brásól Brella 2: Gildrur, gátur og Glundroði

Yrsa Þöll Gylfadóttir og Iðunn Arna: Bekkurinn minn: Bumba er best!

Sigrún Eldjárn: Faðrafok í mýrinni

Linda Ólafsdóttir: Ég þori! Ég get! Ég vil!

Klukkan 15-16

Tómas R. Einarsson: Gangandi bassi - Endurminningar djassmanns

Magnús Jochum Pálsson: Mannakjöt

Sigríður Hagalín Björnsdóttir: Deus

Margrét Blöndal: Þá breyttist allt

Sólveig Pálsdóttir: Miðillinn

Yrsa Þöll Gylfadóttir: Rambó er týndur

Barnadagskrá í barnahorni fyrir 5+

Gunnar Theodór Eggertsson: Furðufjall 3: Stjörnuljós

Embla Bachmann: Stelpur stranglega bannaðar

Ólafur Gunnar Guðlaugsson: Návaldið

Bergrún Íris Sævarsdóttir: VeikindaDagur

Klukkan 16-17

Sigríður Dúa Goldsworthy: Morðin í Dillonshúsi

Ármann Jakobsson: Prestsetrið

Jón St. Kristjánsson: Heaven, Mieko Kawakami

Stefán Máni: Borg hinna dauðu

Magnús Þór Hafsteinsson – þýðandi: Born To Run – Sjálsævisaga Bruce Springsteen

Sigtryggur Baldursson: Haugalygi