Aug18

Öldutoppar jólabókaflóðsins

Bókatíðindi, Bókahátíðin í Hörpu og bókmenntaverðlaun

Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að útgáfu Bókatíðinda, Íslensku bókmenntaverðlaununum, Blóðdropanum, íslensku glæpasagnaverðlaununum og Bókahátíðinni í Hörpu. Öllum útgefendum nýrra íslenskra bóka býðst að taka þátt, hvort sem þeir eru félagsmenn eða ekki.

Bókatíðindi

Bókatíðindi eru birt bæði á vef og í prentaðri útgáfu. Allar nýjar bækur sem út hafa komið á líðandi ári eru gjaldgengar. Verð pr. kynningu eru kr. 16.120 fyrir birtingu á vef og kr. 26.040 fyrir birtingu í prentútgáfu, samtals kr. 42.160 fyrir birtingu í báðum miðlum. Öll verð með vsk.

Frestur til að skrá bækur í prentútgáfuna er til og með 5. október. Prentútgáfunni er dreift landið um kring í 42.000 eintökum um miðjan nóvember og er mörgum ómissandi við skipulagningu jólagjafainnkaupa og óskalista.

Í vefútgáfunni gefst kostur á að birta hlekk sem vísar á sölusíður, birta síður eða hljóðbrot úr bók og bæta við tilvitnunum og dómum eftir því sem þeir berast. Hægt er að skrá bækur til birtingar á vefútgáfunni árið um kring og gera endalausar breytingar sem uppfærast jafnhraðan.

Vinsamlegast sendið upplýsingar um nafn útgáfu, kennitölu greiðanda og símanúmer á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til þess að fá aðgengi að skráningagrunni Bókatíðinda.

Bókahátíðin í Hörpu

Bókahátíðin í Hörpu verður að þessu sinni haldin dagana 15.-16. nóvember frá kl. 12-17. Útgefendum bóka sem gefnar eru út á árinu gefst kostur á að leigja tilbúna standa til að kynna bækur sínar. Einfaldur standur með afgreiðsluborði og stól kostar kr. 74.400 með vsk. Lokafrestur til skráningar er 10. nóvember. Sjá nánari upplýsingar efst í skráningaforminu hér: Bókahátíð - skráning

Íslensku bókmenntaverðlaunin og Blóðdropinn

Öllum útgefendum prentaðra bóka í almennri dreifingu gefst kostur á að leggja bækur sínar fram til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og eða til Blóðdropans, íslensku glæpasagnaverðlaunanna að því gefnu að verkið uppfylli þau skilyrði sem kveðið er á um í verðlauna- og starfsreglum

Gjald er innheimt fyrir framlagningu bóka og hækkar það eftir því sem nær dregur skilafresti. Þetta er gert með það fyrir augum að dómnefnd fá sem hæst hlutfall bóka strax í september og hafi þannig ásættanlegan tíma til að fara yfir verkin. Nánari upplýsingar má finna hér í skráning framlagðra verka

No video selected.