Lokaskil í prentútgáfu Bókatíðinda 5. október
Við minnum útgefendur á að sunnudagurinn 5. október er síðasti skráningadagur bóka í prentútgáfu Bókatíðinda. Allar nýjar bækur sem út hafa komið á líðandi ári eru gjaldgengar. Verð pr. kynningu er kr. 16.120 fyrir birtingu á vef og kr. 26.040 fyrir birtingu í prentútgáfu, samtals kr. 42.160 fyrir birtingu í báðum miðlum. Öll verð með vsk.
Vinsamlegast sendið upplýsingar um nafn útgáfu, kennitölu greiðanda og símanúmer á netfangið
Í vefútgáfunni gefst kostur á að birta hlekk sem vísar á sölusíður, birta síður eða hljóðbrot úr bók og bæta við tilvitnunum og dómum eftir því sem þeir berast. Hægt er að skrá bækur til birtingar á vefútgáfunni árið um kring og gera endalausar breytingar sem uppfærast jafnhraðan.