Aug28

Skráning Bókatíðinda hafin

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Síðasti skráningadagur: 14. október 2015

Skráning Bókatíðinda hafin

Félag íslenskra bókaútgefenda annast útgáfu Bókatíðinda, sem dreift er á öll heimili á landinu um miðjan nóvember.  Hér á eftir fylgja nánari upplýsingar og leiðbeiningar um skráningu.

BREYTT BÓKATÍÐINDI 2015

Bókatíðindi 2015  verða óbreytt í uppsetningu frá í fyrra, brotinu verður þó breytt,  verður A4 (21,0x29,7 cm.), dálkar verða áfram tveir á síðu, dálkbreidd 9,25 cm. Á hverri síðu verða 12 bókakynningar. Ekki er gert ráð fyrir auglýsingum í Bókatíðindum 2015 nema á baksíðu.

Fast pláss verður fyrir hverja kynningu og þar með takmörkuð lengd á hverri kynningu, u.þ.b. 300 slög með bilum.  Bókaflokkar verða þeir sömu og á síðasta ári, en þá bættust við flokkar ungmennabóka, þýddra og íslenskra. Þessi bókaflokkur er vel þekktur erlendis frá undir nafninu young adult.

Útgáfuform verða áfram merkt með sérstökum táknum þannig að hver titill er aðeins kynntur einu sinni og þar tekin fram þau útgáfuform sem fáanleg eru, t.d. kilja, innbundin, hljóðbók, rafbók, með gormum, harðspjalda og svo framvegis. Í þeim tilfellum sem mismundandi útgefendur gefa út mismunandi form, t.d. prentaða og hljóðbók, förum við þess á leit að útgefendur skipti með sér kostnaði við birtingu. Sérstakir flokkar rafbóka og hljóðbóka falla því niður, en þær verða þó listar sérstaklega aftast í titlaskrá líkt og í fyrra.

May18

Styrkir vegna útgáfu myndríkra bóka um sögu Reykjavíkur

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Styrkir vegna útgáfu myndríkra bóka um sögu Reykjavíkur

Útgefendur myndríkra bóka sem tengdar eru sögu og menningu í Reykjavík geta sótt um styrk til niðurgreiðslu á kostnaði vegna kaupa á myndum til birtingar frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur skv. gjaldskrá og magntilboðum safnsins. Styrkirnir eru vegna útgáfu bóka sem koma út á árinu 2015 eða í ársbyrjun 2016. Styrkirnir eru aðgerð í kjölfar menningarstefnu Reykjavíkurborgar sem miðar m.a. að því að hlúa að varðveislu menningararfleifðar og hvetja til miðlunar hennar. Þriggja manna dómnefnd skipuð tveimur starfsmönnum Borgarsögusafns Reykjavíkur og skrifstofustjóra menningarmála metur umsóknir.
Í umsókn komi fram nauðsynlegar upplýsingar um umsækjanda ásamt lýsingu á fyrirhugaðri útgáfu og verðáætlun Ljósmyndasafns Reykjavíkur vegna afgreiðslu ljósmynda í höfundarétti sem bera birtingagjald skv. gjaldskrá safnsins. Umsókn merkt ,,Myndrík bók um sögu Reykjavíkur“ berist á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. . Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 12. júní.

May07

Stefnumót í Montreal

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Stefnumót í Montreal

Útgefendum gefst kostur á að sækja um þátttöku í Rendez-vous, stefnumóti útgefenda í Montreal, Kanada. Dagskráin fer fram 17.-22. nóvemeber, á sama tíma og bókamessan í Montreal. 10 erlendum útgefendum verður boðin þátttaka, greitt er fyrir gistingu og ferðakostnað. 

Nánari upplýsingar má finna á: UPPLÝSINGAR

Umsóknareyðublað má finna hér: UMSÓKNAREYÐUBLAÐ

 

May06

Ísland - heiðursgestur á bókamessunni í Abu Dhabi

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Ísland - heiðursgestur á bókamessunni í Abu Dhabi

Ísland verður að þessu sinni heiðursgestur bókamessunnar í Abu Dhabi sem haldin er um þessar mundir og tekur við keflinu frá Svíum sem voru heiðursgestir árið 2014. Á annan tug höfunda og útgefenda mun taka þátt í fjölmörgum dagskráratriðum og glæsileg sýningaraðstaða verður til kynningar á íslenskum bókum, landi og þjóð.

Abu Dhabi er eitt af hinum sjö Sameinuðu furstadæmum, en Abu Dhabi hefur markað sér þá sérstöðu síðustu ár að þar er mikill áhugi á menningu á meðan stjórnendur í Duabai hafa lagt áherslu á uppbyggingu fjármálamiðstöðvar. Í Abu Dhabi eru nú upp áform um að byggja útibú frá listasöfnunum Guggenheim og Louvre.

Sem merki um menningaráhuga Abu Dhabi, hefur þar verið stofnsett alþjóðleg bókamessa í samstarfi við bókamessuna í Frankfurt. Abu Dhabi bókamessan er haldin árlega og dregur að sér útgefendur frá öllum heimshornum. Þar sýna nú yfir 1000 útgefendur bækur frá 50 löndum.

Meðal sérkenna messunnar má nefna áherslu á myndskreytingar í bókum. Áslaug Jónsdóttir, einn höfunda bókanna um Stóra og Litla skrímslið ásamt fjölda annarra bóka og Lani Yamamoto, höfundur bókarinnar um Stínu stórusæng,  verða á meðal þeirra sem halda munu fyrirlestra á messunni og kynna verk sín.

Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónsson munu ræða um sakamálasögur og verðlaunahöfundurinn Jón Kalman Stefánsson mun fjalla um Himnaríkis- og helvítisþríleik sinn. Þá munu Gauti Kristmannsson, Þórir Jónsson Hraundal, Guðmundur Andri Thorsson og fleiri ræða um Íslendingasögurnar, verk Halldórs Laxness og samskipti Araba og Víkinga á miðöldum.

Apr27

Bóksala í Svíþjóð dróst saman á síðasta ári

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Bóksala í Svíþjóð dróst saman á síðasta ári

Bóksala í Svíþjóð dróst saman um 4% á síðasta ári. Sala skáldverka og fræðibóka minnkaði en barnabókasala jókst töluvert. Þess má geta að Svíar komu  illa út úr síðustu PISA lestrarkönnun líkt og við, og ollu niðurstöðurnar miklum viðbrögðum þar í landi.

Sala rafbóka er mjög lítil en eykst rólega. Útgáfa bóka á rafbókaformi var álíka mikil árið 2014 og árið þar á undan.

Niðurstöðurnar má lesa HÉR

Apr27

Alþjóðlegt námskeið tengt útgáfu

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Alþjóðlegt námskeið tengt útgáfu

Sumarskólinn í Oxford býður upp á tveggja vikna námskeið fyrir útgefendur og þá sem tengjast útgáfu með einhverjum hætti. Námskeiðið samanstendur af fyrirlestrum frá bæði reynsluboltum úr bransanum sem og starfsfólki Oxford International Centre for Publishing Studies, auk verkefna af ýmsu tagi.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna með því að smella hér á hlekkinn:  OXFORD

Apr17

Vorbókatíðindi 2015

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Ríflega 140 nýjar íslenskar bækur komnar út það sem af er ári

Vorbókatíðindi 2015

 

 

Í tilefni viku bókarinnar hefur Félag íslenskra bókaútgefenda gefið út Vorbókatíðindi með kynningu á ríflega 100 nýjum íslenskum bókatitlum og er þó ekki allt upptalið.  Heildarfjöldi nýrra titla er líklega kominn yfir 140 titla sem  jafngildir því að ný bók hafi komið út hvern einasta dag ársins og gott betur.

Hér má finna rafræna útgáfu blaðsins:   VORBÓKATÍÐINDI 2015

 

Hér má sjá lista yfir þær bækur sem komið hafa út á árinu en ekki náðist að setja inn í Vorbókatíðindin:

Draumsýn
Neðansjávar eftir Jörn Lier Horst væntanleg um mánaðarmótin
Flata kanínan sem var framlag Færeyja til Barnabókaverðlauna Norðurlandaráðs í fyrra væntanleg í maí.

Edda útgáfa
Risasyrpa – Sjóræningjar
Tröllapössun/Vetrarlokahátíð - Frozen með CD
Samtaka nú! - Big Hero 6 með CD

Forlagið
Undur
Bonita avenue
Etta og Otto og Russel og James
[Bubble]
Djúsbók Lemon
Heavenly Stuff
Wild Stuff
El pequeňo libro de los islandeses
Einar Áskell og ófreskjan
Útsmoginn Einar Áskell
Öræfi - kilja
Náðarstund - kilja
Skálmöld - kilja
Hafnfirðingabrandarinn - kilja
Táningabók - kilja
Vesturfarasögurnar
Gæðastjórnun

Kaldá
Mórún : Í skugga Skrattakolls eftir  Davíð Þór Jónsson

Óðinsauga
Búkolla – ensk útgáfa

Setberg
Dagbók barnsins

Sögur útgáfa
Heilsubók Röggu Nagla
Myndir ársins 2014
Litað og leikið með Kobba kanínu
Litað og leikið með Skottu kisu
The Origin Of The Scandinavians
Zack
Krabbaveislan
Nóttin langa
Hryðjuverkamaður snýr heim eftir Eirík Bergmann væntanleg um mánaðarmótin.

Veröld
Í fangabúðum Nazista – Leifur Möller

Apr10

Bókamessan í London

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Miðstöð íslenskra bókmennta tekur þátt í bókamessunni í London dagana 14.-16. apríl og kynnir íslenskar bókmenntir.

Bókamessan í London

Nýr bókalisti kynntur í London

Í kynningarstarfi Miðstöðvar íslenskra bókmennta (Míb) í London verður lögð áhersla á lista yfir bækur frá liðnu ári, en Miðstöðin hefur gert sambærilega lista undanfarin tvö ár, líkt og tíðkast hjá systurstofnunum Míb erlendis. Á kynningarlistanum má finna nýjar bækur, verðlaunabækur síðasta árs, bækur eftir unga, upprennandi höfunda og bækur sem nýlega hafa verið seldar erlendum útgefendum. 

Jan30

Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent á Bessastöðum í dag

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent á Bessastöðum í dag

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti í dag, föstudaginn 30. janúar 2015, Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Verðlaunin skiptast í þrjá flokka og þeir sem að þessu sinni hlutu verðlaunin voru:

Barna- og ungmennabækur:

Bryndís Björgvinsdóttir: Hafnfirðingabrandarinn - útgefandi: Vaka Helgafell

Fagurbókmenntir:

Ófeigur Sigurðsson: Öræfi - útgefandi: Mál og menning

Fræðirit og bækur almenns efnis:

Snorri Baldursson: Lífríki Íslands - útgefandi: Forlagið og Bókaútgáfan Opna

Jan06

Þetta vilja börnin sjá!

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Myndskreytingar úr íslenskum barnabókum í Gerðubergi 25. janúar til 15. mars 2015

Mynd eftir Karl Jóhann Jónsson úr bókinni Sófus og svínið sem hlaut Dimmalimm verðlaunin árið 2010

Sunnudaginn 25. janúar 2015 verður opnuð sýning í Gerðubergi á myndskreytingum úr íslenskum barnabókum, útgefnum árið 2014, og mun hún standa til 15. mars 2015. Þetta er í þrettánda skiptið sem sýningin er haldin með þessum hætti og er hún orðin fastur liður í starfseminni í Gerðubergi. Eins og undanfarin ár verður átta ára skólabörnum í Reykjavík boðið að skoða sýninguna

Þeir myndskreytar sem vilja taka þátt í sýningunni eru beðnir um að staðfesta þátttöku með því að senda póst og skrá sig eigi síðar en mánudaginn 7. janúar næstkomandi.

Mynd eftir Karl Jóhann Jónsson úr bókinni Sófus og svínið sem hlaut Dimmalimm verðlaunin árið 2010

 

[12 3 4  >>