Sep16

Skráning hafin í Bókatíðindi 2016

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Skráning hafin í Bókatíðindi 2016

Félag íslenskra bókaútgefenda mun að venju annast útgáfu Bókatíðinda, sem dreift er á öll heimili á landinu, auk þess sem bókaverslanir nota ritið við sölustarfsemi sína og bókasöfn við upplýsingar og innkaup.

Útgáfa og dreifing er  fyrirhuguð um miðjan nóvember.

Hér á eftir fylgja nánari upplýsingar og leiðbeiningar um kynningar í Bókatíðindum.

 

Aug30

íslensku bókmenntaverðlaunin 2016

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Skráning og móttaka framlagðra verka hafin

íslensku bókmenntaverðlaunin 2016

Íslensku bókmenntaverðlaunin eru veitt í þremur flokkum; fræðirita-, fagurbókmennta- og í flokki barna- og ungmennabóka.

Tilkynna þarf bækur til þátttöku fyrir 14. október nk. á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Þremur eintökum af framlögðum verkum þarf að skila fyrir lok október til skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda, Barónsstíg 5, 101 Reykjavík,  Eins og áður má á fyrsta stigi leggja fram handrit eða prófarkir. 

Gjald fyrir framlagðar bækur er 30.000 kr.

 

May12

Tilkynnt um úthlutun útgáfustyrkja 2016

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

69% umsókna hlutu styrk - 41% af umbeðinni upphæð

Tilkynnt um úthlutun útgáfustyrkja 2016

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú úthlutað 23,3 milljónum króna til 55 verka. Alls bárust 80 umsóknir frá 28 útgefendum og sótt var um tæpar 57 milljónir.

Meðal þeirra 55 verka sem hljóta útgáfustyrki í ár eru Verslunarsaga Íslands, Íslandsbók barnanna, Ljóðasafn Jóns úr Vör, Konur breyttu búháttum, Saga Alþýðuflokksins, Svart og hvítt - Jón Kaldal og Hinsegin saga.

Hér má finna yfirlit yfir alla útgáfustyrki 2016

Upplýsingar um alla styrki sem Miðstöð íslenskra bókmennta veitir má finna hér.

 

Apr18

Vorbókatíðindi komin út

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Vorbókatíðindi komin út

Í tilefni viku bókarinnar hefur Félag íslenskra bókaútgefenda sent frá sér Vorbókatíðindi 2016.  Í ritinu má finna kynningar á ríflega 130 titlum sem út eru komnir á árinu eða eru væntanlegir á næstu dögum. Vorbókatíðindum verður dreift á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri.

Vefútgáfu Vorbókatíðinda má finna með því að smella hér

Feb10

Afhending Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2015

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Afhending Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2015

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti í dag, miðvikudaginn 10. febrúar, Íslensku bókmenntaverðlaunin 2015, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Auk þess er verðlaunahöfum afhent skrautrituð verðlaunaskjöl og verðlaunagripir, hannaðir af Jóni Snorra Sigurðssyni á gullsmíðaverkstæði Jens; opin bók á granítstöpli með nafni verðlaunahöfundar og bókar hans.

Verðlaunin skiptust  í þrjá flokka og þeir sem að þessu sinni hlutu verðlaunin voru:

 

 

 

 

Jan15

Bókamarkaður 2016 - Reykjavík og Akureyri

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Bókamarkaður 2016 - Reykjavík og Akureyri

Bókamarkaðurinn 2016 verður líkt og undanfarin tvö ár staðsettur undir stóru stúkunni við Laugardalsvöll. Bókamarkaðurinn verður opinn dagana 26. febrúar til 13. mars frá kl. 10:00-21:00.

Áformað er að halda Bókamarkað á Akureyri dagana 23. mars til 4. apríl.

Bókaútgefendum sem vilja koma efni á markaðinn, er bent á að senda línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Munið að Bókamarkaðurinn er við Laugardalsvöll - ekki Laugardalshöll!

Dec01

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Íslensku þýðingaverðlaunanna

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Íslensku þýðingaverðlaunanna

Í dag var tilkynnt við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2015. Jafnframt voru kynntar þær 5 þýðingar sem tilnefndar eru til Íslensku þýðingaverðlaunanna.

Formenn dómnefndanna þriggja munu velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki ásamt forsetaskipuðum formanni lokadómnefndar. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2015 verða afhent um mánaðarmótin janúar-febrúar á komandi ári af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum. Verðlaunaupphæðin er ein milljón króna fyrir hvern verðlaunahafa.

 

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki barna- og ungmennabóka:

Arnar Már Arngrímsson

Sölvasaga unglings

Útgefandi: Sögur útgáfa

 

Gunnar Theodór Eggertsson

Drauga-Dísa

Útgefandi: Vaka Helgafell

 

Gunnar Helgason

Mamma klikk!

Útgefandi: Mál og menning

 

Hildur Knútsdóttir

Vetrarfrí

Útgefandi: JPV útgáfa

 

Þórdís Gísladóttir

Randalín, Mundi og afturgöngurnar

Útgefandi: Bjartur

 

Dómnefnd skipuðu: Hildigunnur Sverrisdóttir formaður nefndar, Árni Árnason og Sigurjón Kjartansson.

 

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta:

Auður Jónsdóttir

Stóri skjálfti

Útgefandi: Mál og menning

 

Einar Már Guðmundsson

Hundadagar

Útgefandi: Mál og menning

 

Hallgrímur Helgason

Sjóveikur í München

Útgefandi: JPV útgáfa

 

Hermann Stefánsson

Leiðin út í heim

Útgefandi: Bókaútgáfan Sæmundur

 

Jón Kalman Stefánsson

Eitthvað á stærð við alheiminn

Útgefandi: Bjartur

 

Dómnefnd skipuðu: Erna Guðrún Árnadóttir formaður nefndar, Helga Ferdinandsdóttir og Knútur Hafsteinsson

 

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:

Dagný Kristjánsdóttir

Bókabörn

Útgefandi: Háskólaútgáfan

 

Gunnar Þór Bjarnason

Þegar siðmenningin fór fjandans til - Íslendingar og stríðið mikla 1914 – 1918

Útgefandi: Mál og menning

 

Héðinn Unnsteinsson

Vertu úlfur – wargus esto

Útgefandi: JPV útgáfa

 

Páll Baldvin Baldvinsson

Stríðsárin 1938 – 1945

Útgefandi: JPV útgáfa

 

Smári Geirsson

Stórhvalaveiðar við Ísland til 1915

Útgefandi: Sögufélag

 

Dómnefnd skipuðu: Pétur Þorsteinn Óskarsson formaður nefndar, Aðalsteinn Ingólfsson og Hulda Proppé

 

Íslensku þýðingaverðlaunin

Bandalag þýðenda og túlka hefur frá árinu 2005 veitt verðlaun á alþjóðlegum degi bókarinnar, 23. apríl, fyrir íslenska þýðingu á erlendu skáldverki. Forseti Íslands afhendir verðlaunin á Gljúfrasteini, en svo vill til að dagur bókarinnar er einnig fæðingardagur Halldórs Laxness.

Íslensku þýðingaverðlaunin voru sett á fót til að vekja athygli á mikilvægi þýðinga fyrir íslenska menningu og þeim afbragðsverkum sem auðga íslenskar fagurbókmenntir á ári hverju fyrir tilstilli þýðenda. Upphaflega kusu félagsmenn Bandalags þýðenda og túlka um tilnefnd verk, en fljótlega var ákveðið að fela óháðri þriggja manna dómnefnd að tilnefna fimm verk og velja verðlaunahafann. Tilnefningar eru kynntar samhliða tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

 

Eftirfarandi þýðingar eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna

 

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson

Nýsnævi – safn ljóðaþýðinga eftir 15 höfunda

Útgefandi: Dimma

 

Ásdís R. Magnúsdóttir

Rangan og réttan – þrjú ritgerðarsöfn eftir Albert Camus

Útgefandi: Háskólaútgáfan

 

Brynja Cortes Andrésdóttir

Ef að nóttu ferðalangur eftir Italo Calvino

Útgefandi: Ugla

 

Jón Hallur Stefánsson

Spámennirnir í Botnleysufirði eftir Kim Leine

Útgefandi: Bókaútgáfan Sæmundur

 

Silja Aðalsteinsdóttir

Grimmsævintýri, Philip Pullman tók saman og endursagði

Útgefandi: Mál og menning

 

Dómnefnd skipuðu: Árni Matthíasson formaður nefndar, María Rán Guðjónsdóttir og Tinna Ásgeirsdóttir

 

 

 

 

 

Nov27

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Þýðendaverðlaunanna

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Kynntar á Kjarvalsstöðum þriðjudaginn 1. desember

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Þýðendaverðlaunanna

Þriðjudaginn 1. desember kl. 17:00 verður tilkynnt við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2015. Jafnframt verða kynntar þær 5 þýðingar sem tilnefndar eru til Íslensku þýðendaverðlaunanna.

Formenn dómnefndanna þriggja munu velja einn verðlaunahafa úr hverjum flokki ásamt forsetaskipuðum formanni lokadómnefndar. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2015 verða afhent um mánaðarmótin janúar-febrúar á komandi ári af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum.

Nov20

Bókamessa í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Opið frá kl. 12:00 - 17:00 á laugardag og sunnudag

Bókamessa í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina

Dagana 21.-22 nóvember 2015 verður Bókamessa í Bókmenntaborg haldin í fimmta sinn. Messan verður sem fyrr í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem útgefendur sýna nýjar bækur og boðið verður upp á fjölbreytta bókmenntadagskrá.

Líf og fjör verður í Ráðhúsinu alla helgina. Upplestrar, sögustundir, ljúffengt smakk og óvæntar uppákomur. Þarna gefst fólki einstakt tækifæri til að kynna sér bókaútgáfu ársins á einu bretti, ræða við útgefendur og höfunda, fá hugmyndir að bókum í jólapakkana og skemmtilegu lesefni fyrir sig sjálft.

Húsið er opið milli kl. 12:00 – 17:00 báða dagana. Ekkert kostar inn og eru allir hjartanlega velkomnir.

DAGSKRÁ HELGARINNAR

Nov10

Bókatíðindi 2015

Höfundur Bryndís Loftsdóttir

Aðgengileg á netinu en dreifing hefst 18. nóvember

Bókatíðindi 2015

Bókatíðindin eru nú farin í prentun og er áætlað að dreifing hefjist miðvikudaginn 18. nóvember. Rafræna útgáfan er hins vegar tilbúin og má nálgast hana hér: BOKATIDINDI

Að venju er Bókatíðindum dreift inn á öll íslensk heimili. Þau eru þó ekki borin út til þeirra sem hafna fjölpósti. Hægt er að hafa samband við skrifstofu félagsins og óska eftir að fá Bókatíðindin send sérstaklega. Senda þarf beiðni á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með upplýsingum um nafn, heimilisfang og póstnúmer.

 

[12 3 4 5  >>