Lögfræðiaðstoð

Lögfræðiaðstoð

Lögfræðingur Félags íslenskra bókaútgefenda, Halldór Þ. Birgisson, annast þjónustu við einstaka félagsmenn og veitir þeim almennar upplýsingar um lögfræðileg málefni. Má bæði hringja í hann á venjulegum skrifstofutíma auk þess sem hann hefur fastan viðtalstíma fyrir félagsmenn kl.10-12 á miðvikudögum og geta menn bókað tíma þá ef þeir telja æskilegra að ræða málið á skrifstofu hans.

Samkvæmt samningi félagsins við Halldór greiða félagsmenn ekki þóknun fyrir almennar leiðbeiningar um lögfræðileg málefni. Sé um að ræða álitsgerðir vegna einstakra mála eða málaferli og/eða sérstök innheimtuverkefni telst slík vinna utan samnings og þarf að semja um þóknun í hverju einstöku tilfelli. Sé hinsvegar um að ræða ágreiningsmál sem varða einn félagsmann en eru talin hafa almenna þýðingu fyrir félagsmenn alla mun stjórn félagsins ákveða hvort félagið kostar slík mál.

Halldór Birgisson, Forum lögmenn, sími: 562-3939, netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.