Apr25

Vilt þú starfa í dómnefnd?

Félag íslenskra bókaútgefenda óskar eftir dómnefndarfólki fyrir Íslensku bókmenntaverðlaunin og glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann. Leitað er eftir fullorðnu fólki á öllum aldri með góða menntun, fjölbreyttan bakgrunn og brennandi áhuga á íslenskum bókmenntum. Umsækjendur geta valið á milli fjögurra dómnefnda: barnabóka, fræðirita, skáldverka og glæpasagna.

Mikilvægt er að umsækjendur hafi rúman tíma til lesturs og aðstöðu til þess að lesa bækur á rafrænu formi. Reikna má með að hverri nefnd berist á bilinu 20-60 bækur. Auk þóknunar fá nefndarmenn allar framlagðar bækur í sínum flokki til eignar. Starfstímabil nefndanna er frá 1. september til 1. desember 2025. 

Tekið er á móti umsóknarskráningum til og með 1. ágúst 2025.

Hlekkur á umsóknaskráningu

No video selected.