Skráning umsækjenda til setu í dómnefndum Íslensku bókmenntaverðlaunanna og glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans er hafin. Leitað er eftir fullorðnu fólki á öllum aldri með þekkingu og brennandi áhuga á bókmenntum, fjölbreyttan bakgrunn og menntun auk mikils tíma til lesturs. Starfstímabilið er frá 1. september til 1. desember 2024.
Tekið er á móti umsóknum til og með 15. ágúst nk. á þessum hlekk: Skráning umsókna
Mikilvægt er að umsækjendur hafi góðan tíma til lesturs og hafi jafnframt aðstöðu til þess að lesa bækur á rafrænu formi. Reikna má með að hverri nefnd berist á bilinu 20-60 bækur. Auk þóknunar fá nefndarmenn allar framlagðar bækur í sínum flokki til eignar.
Athugasemdir og fyrirspurnir má senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
No video selected.